Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w06 1.1. bls. 32
  • Good News for People of All Nations

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Good News for People of All Nations
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
w06 1.1. bls. 32

Good News for People of All Nations

BÆKLINGURINN á myndinni hér að ofan var gefinn út í tengslum við umdæmismótin „Göngum með Guði“ sem Vottar Jehóva héldu sumarið 2004 og fram í ársbyrjun 2005. Á íslensku gæti bæklingurinn kallast „Fagnaðarerindi fyrir fólk af öllum þjóðum“. Honum er ætlað það hlutverk að auðvelda okkur að útbreiða fagnaðarerindið um ríkið á sem flestum tungumálum. (Matteus 24:14) Hann er til í nokkrum útgáfum en í einni þeirra, sem er 96 blaðsíður, rúmast stutt erindi á 92 tungumálum. Lítum á nokkur dæmi sem sýna hvaða árangri bæklingurinn hefur skilað.

• Vottafjölskylda gerði sér ferð í þrjá þjóðgarða eftir að hafa fengið bæklinginn á mótinu. Þar hittu þau fólk frá Filippseyjum, Hollandi, Indlandi og Pakistan. Faðirinn segir: „Allir kunnu eitthvað í ensku en þeim fannst mikið til þess koma að sjá boðskapinn á móðurmáli sínu, svona óralangt að heiman. Þetta vakti athygli þeirra á því að við erum sameinuð um allan heim og starf okkar alþjóðlegt.“

• Vottur sýndi vinnufélaga frá Indlandi bæklinginn. Hann varð hrifinn þegar hann sá öll tungumálin í bæklingnum og las erindið á móðurmáli sínu. Þetta varð kveikjan að frekari umræðum um Biblíuna. Annar vinnufélagi, sem var frá Filippseyjum, var forviða að rekast á móðurmál sitt í bæklingnum og vildi í framhaldinu fá að vita meira um Votta Jehóva.

• Kona frá Nepal, búsett í Kanada, féllst á að kynna sér Biblíuna símleiðis en hikaði við að bjóða boðberanum að koma heim til sín. Þegar boðberinn sagði henni frá bæklingnum, og að þar væri boðskapur á nepölsku, bauð hún boðberanum samstundis í heimsókn. Hún mátti til með að sjá boðskapinn á móðurmáli sínu. Þaðan í frá hefur verið haldið biblíunámskeið á heimili konunnar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila