Manstu?
Hefurðu haft ánægju af að lesa Varðturninn undanfarna mánuði? Kannaðu hvort þú getur svarað eftirfarandi spurningum:
• Hvað átti Guð við þegar hann sagði við Levítana: „Ég er jarðeign þín og erfðahlutur“?
Hinum ættkvíslum Ísraels var öllum úthlutað landareign en Levítarnir hlutu Jehóva sem ,jarðeign sína og erfðahlut‘. (4. Mós. 18:20) Í stað þess að fá úthlutað landareign var þeim treyst fyrir einstöku þjónustuverkefni. Jehóva sá engu að síður fyrir efnislegum þörfum þeirra. Þeir sem leggja sig fram í þjónustu Guðs geta treyst að þeir muni hafa lífsnauðsynjar. – 15. september, bls. 7-8, 13.
• Hvað getur hjálpað þjónum Guðs að ganga úr skugga um hvort viss afþreying sé uppbyggileg eða ekki?
Til að komast að niðurstöðu um það hvort viss afþreying sé uppbyggileg og Guði þóknanleg er gott að spyrja: Hvað felur hún í sér, hvenær stunda ég hana og hverjir eru félagar mínir? – 15. október, bls. 9-12.
• Hvernig getur frásagan í Orðskviðunum 7:6-23 hjálpað okkur að horfa ekki á klám?
Í þessum versum segir frá ungum manni á ferð um svæði þar sem vitað er að siðlaus kona er búsett. Hún dregur hann á tálar. Við ættum að forðast vefsíður þar sem er að finna djarfar myndir, og það er mikilvægt að leita hjálpar Guðs í bæn jafnvel áður en við rekumst á slíkar myndir á Netinu. – 15. nóvember, bls. 9-10.