Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w13 15.2. bls. 30
  • Hún var náskyld Kaífasi

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hún var náskyld Kaífasi
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Svipað efni
  • Fornleifafundur sem sannar að Jesús hafi verið til?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • Lasarus reistur upp frá dauðum
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Leiddur fyrir Annas og Kaífas
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Hverjum hlýðir þú — Guði eða mönnum?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
w13 15.2. bls. 30

Hún var náskyld Kaífasi

Dæmigert grafhýsi þar sem beinakistlar voru geymdir.

Af og til staðfesta fornleifafundir beint eða óbeint að fólk, sem sagt er frá í Biblíunni, hafi raunverulega verið til. Árið 2011 birtu ísraelskir fræðimenn grein um slíkan fornleifafund. Þetta var 2.000 ára gamall útskorinn beinakistill úr kalksteini, eins konar líkkista sem bein látinnar manneskju voru sett í eftir að holdið hafði rotnað.

Umræddur beinakistill ber áletrunina: „Mirjam dóttir Jeshúa sonar Kaífasar, prests Maasja frá Beth ‘Imri.“ Kaífas æðsti prestur var einn Gyðinganna sem yfirheyrðu Jesú og dæmdu hann til dauða. (Jóh. 11:48-50) Sagnaritarinn Flavíus Jósefus kallar hann „Jósef sem nefndur var Kaífas“. Kistillinn tilheyrði greinilega ættingja Kaífasar. Áður hafði fundist kistill með áletruninni „Jósef bar Kaífa“ eða Jósef sonur Kaífasara. Talið er að það sé beinakistill æðsta prestsins sjálfs. Mirjam var skyld honum á einhvern hátt.

Að sögn Þjóðminjastofnunar Ísraels fannst beinakistill Mirjam hjá þjófum sem höfðu rænt forna gröf. Rannsókn á kistlinum og áletruninni hefur staðfest að hann sé ófalsaður.

Kistillinn veitir okkur einnig nýjar upplýsingar. Nafnið Maasja er letrað á hann, en flokkur Maasja var síðastur í röð 24 prestaflokka sem þjónuðu til skiptis í musterinu í Jerúsalem. (1. Kron. 24:18) Áletrunin á þessum beinakistli sýnir að „fjölskylda Kaífasar var skyld flokki Maasja“, að sögn Þjóðminjastofnunar Ísraels.

Orðin Beth ‘Imri koma einnig fyrir í áletruninni. Það má túlka þennan hluta hennar á tvo vegu. „Fyrri möguleikinn er sá að Beth ‘Imri sé nafn á prestaætt – niðjum Immers (Esra. 2:36, 37; Neh. 7:39-42) en sumir þeirra tilheyrðu flokki Maasja,“ að sögn Þjóðminjastofnunar Ísraels. „Hinn möguleikinn er sá að hin látna eða öll fjölskylda hennar sé ættuð frá stað sem nefndist [Beth ‘Imri].“ En hvað sem því líður færir beinakistill Mirjam sönnun fyrir því að í Biblíunni sé fjallað um sannsögulegar persónur sem tilheyrðu raunverulegum fjölskyldum.

a Nánari upplýsingar um beinakistil Kaífasar má finna í greininni „The High Priest Who Condemned Jesus“ í Varðturninum (enskri útgáfu) 15. janúar 2006, bls. 10-13.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila