EFNISYFIRLIT
VIKAN 29. OKTÓBER 2018– 4. NÓVEMBER 2018
3 „Þér vitið þetta og þér eruð sælir ef þér breytið eftir því“
Það stoðar lítið að búa yfir þekkingu ef maður nýtir sér hana ekki. Það krefst hins vegar auðmýktar að fara eftir því sem við lærum. Í þessari grein erum við hvött til að vera auðmjúk og líkja eftir þjónum Jehóva á biblíutímanum sem boðuðu alls konar fólki trúna, báðu fyrir öðrum og biðu eftir að Jehóva tæki málin í sínar hendur.
8 Eldri bræður – Jehóva metur hollustu ykkar mikils
VIKAN 5.-11. NÓVEMBER 2018
12 Sýnum kærleika – hann byggir upp
Á þessum erfiðu tímum er auðvelt að verða niðurdreginn og finnast erfiðleikar lífsins yfirþyrmandi. Jehóva og Jesús hjálpa okkur að halda út. En það er ábyrgð okkar allra að hughreysta og hvetja hvert annað. Í þessari grein er rætt hvernig við getum byggt hvert annað upp í kærleika.
VIKAN 12.-18. NÓVEMBER 2018
17 Þjónar „hins sæla Guðs“ eru hamingjusamir
Jehóva er hamingjusamur Guð og hann vill að þjónar sínir séu það líka. En hvernig getum við verið hamingjusöm þrátt fyrir þá erfiðleika og raunir sem fylgja heimi Satans? Í fjallræðu sinni gaf Jesús gagnleg ráð sem geta hjálpað okkur að njóta varanlegrar hamingju.
VIKAN 19.-25. NÓVEMBER 2018
23 Alvaldur en þó tillitssamur
VIKAN 26. NÓVEMBER 2018– 2. DESEMBER 2018
28 Verum tillitssöm líkt og Jehóva
Fólk í heiminum verður sífellt sjálfhverfara. Það er þveröfugt við kristna söfnuðinn þar sem sannur kærleikur ríkir. Þessi kærleikur birtist meðal annars í tillitssemi, en það er til umfjöllunar í greinunum tveim. Fyrst skoðum við hvernig Jehóva er okkur fullkomin fyrirmynd um að sýna öðrum tillitssemi. Síðan könnum við hvernig við getum líkt eftir honum.