Skrifleg upprifjun í Guðveldisskólanum
Upprifjun með lokaðar bækur á efni sem farið var yfir í Guðveldisskólanum frá byrjun september til lok desember 1993. Notaðu sérblað til að skrifa á svörin við eins mörgum spurningum og þú getur á hinum úthlutaða tíma.
[Athugaðu: Meðan á skriflegu upprifjuninni stendur má aðeins nota Biblíuna til að svara spurningunum. Tilvísanirnar, sem koma á eftir spurningunum, eru fyrir efniskönnun þína og einkanám. Í tilvísunum til Varðturnsins er ekki alltaf getið blaðsíðu eða greinarnúmers.]
Merkið við hvort eftirfarandi fullyrðingar séu réttar eða rangar:
1. Í Esrabók eru skráð samskipti Jehóva við Gyðingana fram til þess tíma er tekin var saman skrá yfir hebresku ritin. [si bls. 85 gr. 7 (1983 útg., bls. 86 gr. 7)]
2. Upphaflega voru Esra- og Nehemíabók ein og sama bókin, kölluð Esrabók. [si bls. 88 gr. 3 (bls. 88 gr. 3)]
3. Þegar þú flytur ræðu er best að þú haldir ekki yfirmáta miklum eldmóði út hana alla. [sg bls. 164 gr. 6]
4. Lokavers 2. Kroníkubókar færa sönnur á að telja verði heil 70 ár frá algerri eyðingu Júdaríkisins til endurreisnar sannrar tilbeiðslu árið 537 f.o.t. [si bls. 84 gr. 35 (bls. 84 gr. 35)]
5. Að gefa reglulega athugasemdir á samkomum mun hjálpa þér að venjast því að tala fyrir áheyrendahópi. [sg bls. 183 gr. 14]
6. ‚Konan af Dans ætt‘ var einnig gift manni af ættkvísl Dans. (2. Kron. 2:14) [Vikulegur biblíulestur; sjá wE79 15.4. bls. 31.]
7. Önnur Kroníkubók 16:14 bendir til að lík Asa konungs hafi verið brennt. [Vikulegur biblíulestur; sjá wE76 bls. 416.]
8. Í Lúkasi 11:51 var Jesús greinilega að vísa til þess er Sakaría, sonur Jójada, var grýttur. (2. Kron. 24:20, 21) [Vikulegur biblíulestur; sjá wE80 1.3. bls. 31.]
9. Ef einhver vottur Jehóva missir af minningarhátíðinni ætti hann að halda hana 30 dögum síðar. (2. Kron. 30:2) [Vikulegur biblíulestur; sjá wE85 15.2. bls. 31.]
10. Gyðingarnir í útlegð voru sestir aftur að í heimalandi sínu í ‚sjöunda mánuðinum‘ eða um 1. október 537 f.o.t. (Esra 3:1) [Vikulegur biblíulestur; sjá si bls. 283 gr. 29 (bls. 282 gr. 30).]
Svarið eftirfarandi spurningum:
11. Rétt tímasetning í ræðu byggist í grundvallaratriðum á hverju? [sg bls. 179 gr. 25]
12. Hvaða musteri tekur jarðneskum musterum fram í dýrð? [si bls. 87 gr. 16 (bls. 87 gr. 16)]
13. Hvað eru raddbrigði? [sg bls. 160 gr. 11]
14. Hvers vegna þarf að heimfæra líkingu skilmerkilega? [sg bls. 169 gr. 10]
15. Hvaða áhrif getur það haft á niðurlagið ef ræðumaður fer yfir tímann? [sg bls. 177 gr. 16]
16. Hvers vegna er ekki óviðeigandi að hljóðrita bænir sem bornar eru fram opinberlega? (2. Kron. 33:18) [Vikulegur biblíulestur; sjá wE78 1.1. bls. 32.]
17. Hvað kalla veraldlegar söguheimildir Asnappar? (Esra 4:10) [Vikulegur biblíulestur; sjá wE88 15.2. bls. 28.]
18. Hvers vegna voru börn útlendu eiginkvennanna látin fara með mæðrum sínum? (Esra 10:3, 44) [Vikulegur biblíulestur; sjá w86 1.9. bls. 21.]
19. Hvaða ár var ‚tuttugasta ríkisár Artahsasta‘? (Neh. 2:1) [Vikulegur biblíulestur; sjá w93 1.4. bls. 11.]
20. Hvernig var lögmálið ‚útskýrt‘? (Neh. 8:8) [Vikulegur biblíulestur; sjá w86 1.10. bls. 31.]
21. Hvaða ætti að gilda um allar líkingar sem notaðar eru í ræðu? [sg bls. 171 gr. 20]
Tilgreinið orðið eða orðin sem vantar í eftirfarandi fullyrðingar:
22. Eftir ánauðina í Babýlon reistu trúfastar leifar Gyðinga altari og báru fram fórnir árið _________________________ . [si bls. 85 gr. 3 (bls. 85 gr. 3)]
23. Ef ræðumaður ber hlýhug til áheyrendanna ætti það að sjást á _________________________ hans. [sg bls. 166 gr. 13]
24. Ef við notum guðræðisleg hugtök í starfinu er nauðsynlegt að við _________________________ þau. [sg bls. 173 gr. 5]
25. Megintilgangur niðurlags er að _________________________ . [sg bls. 175 gr. 4]
26. Ræðumaður ætti ekki að _________________________ ræðupúltið. [sg bls. 186 gr. 26]
27. Í samræmi við 1. Tímóteusarbréf 3:1 geta bræður gert sig tiltæka með því að _________________________ . [sg bls. 190 gr. 10]
Veljið rétta svarið í hverri af eftirfarandi fullyrðingum:
28. Esra lauk Kroníkubókunum (um 515; um 460; um 537) f.o.t. [si bls. 79 gr. 1 (bls. 79 gr. 1)]
29. Nehemía þjónaði á stjórnartíð (Kýrusar; Xerxesar; Artahsasta) Persakonungs. [si bls. 88 gr. 1 (bls. 88 gr. 1)]
30. ‚Hátíðin‘ á við (laufskálahátíðina; viknahátíðina; hátíð ósýrðu brauðanna). (2. Kron. 7:8) [Vikulegur biblíulestur; sjá pm bls. 53.]
Tilgreinið hverjir eftirfarandi ritningarstaða eiga við fyllyrðingarnar að neðan:
2. Kron. 9:9; 2. Kron. 19:7; 2. Kron. 28:16, 20, 21; 2. Kron. 36:20, 21; Neh. 5:7
31. Ónauðsynlegt samband við heiminn getur haft hörmulegar afleiðingar. [Vikulegur biblíulestur; sjá w86 1.5. bls. 32.]
32. Jehóva setur sjálfur mælikvarðann varðandi rétt viðhorf til mútugjafa og mútuþægni. [Vikulegur biblíulestur; sjá wE86 1.10. bls. 30.]
33. Þetta var skýlaust brot á lögum Jehóva í 3. Mósebók 25:36 og 5. Mósebók 23:19. [Vikulegur biblíulestur; sjá w86 1.10. bls. 30.]
34. Hér segir frá gjöf sem var meira en 50.000.000 Bandaríkjadala (3,5 milljarða króna) virði. [Vikulegur biblíulestur; sjá gE87 22.11. bls. 4.]
35. Ein ástæða 70 ára ánauðar Ísraels í Babýlon var brot á lögum Guðs um hvíld landsins. [Vikulegur biblíulestur; sjá w80 1.2. bls. 9.]