Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.95 bls. 1
  • Hversu ber ykkur þá ekki að ganga fram?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hversu ber ykkur þá ekki að ganga fram?
  • Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Svipað efni
  • Sýnir þú biðlund?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
  • ‚Verið flekklausir, lýtalausir og í friði‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
  • Fylgið fordæmi Jesú í guðrækni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • „Þannig ber ykkur að lifa heilögu og guðrækilegu lífi“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1995
km 8.95 bls. 1

Hversu ber ykkur þá ekki að ganga fram?

1 Allt mannkynið nálgast tíma reikningsskilanna. Biblían kallar hann ‚dag Jehóva.‘ Það er sú stund þegar dómi Guðs verður fullnægt á hinum illu; það er einnig lausnarstund hinna réttlátu. Allir þálifandi menn verða þá að standa skil á því hvernig þeir hafa varið lífi sínu. Með það í huga bar Pétur fram rannsakandi spurningu: „Hversu ber yður þá ekki að ganga fram?“ Hann lagði áherslu á mikilvægi heilagrar breytni, guðrækni og að ‚flýta fyrir komu dags Jehóva,‘ svo og nauðsyn þess að vera ‚flekklaus, lýtalaus og í friði.‘ — 2. Pét. 3:11-14.

2 Í heilagri breytni og guðrækni: Heilög breytni felur í sér fyrirmyndarverk sem sýna virðingu fyrir frumreglum Biblíunnar. (Tít. 2:7, 8) Kristinn maður verður að forðast veraldlega hegðun sem eigingjarnar, holdlegar langanir hvetja til. — Rómv. 13:11, 14.

3 „Guðrækni“ er lýst sem „persónulegum tengslum við Guð sem eiga upptök sín í hjarta er metur mjög mikils hina aðlaðandi eiginleika hans.“ Með kostgæfni okkar í þjónustunni sýnum við þennan eiginleika á framúrskarandi hátt. Það er meira en aðeins skyldutilfinning sem fær okkur til að prédika; við gerum það vegna djúpstæðs kærleika til Jehóva. (Mark. 12:29, 30) Slíkur kærleikur knýr okkur áfram og við lítum svo á að guðrækni okkar komi á þýðingarmikinn hátt fram í þjónustu okkar úti á akrinum. Þar sem við verðum án afláts að sýna guðrækni ætti þátttaka okkar í prédikunarstarfinu ekki að vera slitrótt. Hún ætti að vera óaðskiljanlegur hluti vikulegrar vinnuáætlunar okkar. — Hebr. 13:15.

4 Að flýta fyrir komu dags Jehóva þýðir að hafa hann ofarlega í huga á hverjum degi, en ýta honum ekki til hliðar sem lítilvægum, einhverju sem kemur seint og síðar meir. Það þýðir að láta hags­muni Guðsríkis alltaf skipa fyrsta sætið í lífi okkar. — Matt. 6:33.

5 Flekklaus, lýtalaus og í friði: Sem hluti hins mikla múgs höfum við ‚þvegið skikkjur okkar og hvítfágað þær í blóði lambsins.‘ (Opinb. 7:14) Að vera „flekklausir“ þýðir því að við verðum staðfastlega að varast það að óhreinindi frá heiminum úðist á hreint líferni okkar sem höfum helgað okkur Guði. Við höldum okkur ‚lýtalausum‘ með því að láta ekki óguðlega, efnishyggjufulla iðju afskræma kristinn persónuleika okkar. (Jak. 1:27; 1. Jóh. 2:15-17) Við sýnum að við lifum „í friði“ með því að endurspegla ‚frið Guðs‘ í öllum samskiptum okkar við aðra. — Fil. 4:7; Rómv. 12:18; 14:19.

6 Ef við náum að gæta okkar á óhreinindum frá heiminum munum við aldrei ‚hegða okkur eftir öld þessari‘ sem Jehóva hefur fordæmt. Þess í stað munu góð verk okkar hjálpa öðrum að sjá muninn „á milli þess, sem Guði þjónar, og hins, sem ekki þjónar honum.“ — Rómv. 12:2; Mal. 3:18.

7 Í þessum mánuði sækjum við landsmótið „Glaðir menn sem lofa Guð“ og hin endurnærandi andlega fæða mun vafalaust auka löngun okkar til að sýna guðrækni. Margir nýir deila þessari löngun með okkur. Við getum orðið þeim til blessunar með því að hjálpa þeim að taka þátt í boðunarstarfinu í ágúst.

8 Þegar við samviskusamlega höldum áfram að gera „góðverk“ miklast nafn Jehóva, söfnuðurinn styrkist og aðrir hafa gagn af. (1. Pét. 2:12) Megum við alltaf ganga þannig fram.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila