Spurningakassinn
◼Hvernig er rétt að nota ávarpsorðin „bróðir“ og „systir“?
Þegar orðin „bróðir“ og „systir“ eru notuð í bókstaflegri merkingu er að sjálfsögðu átt við einstaklinga sem eiga sömu foreldra. Þessi náttúrlegu vensl þeirra skapa hlýleg tengsl á milli þeirra og félagslegar aðstæður, umhverfi og tilfinningar, sem þau eiga eða áttu sameiginlegar, styrkir enn meir þessar taugar á milli þeirra.
Jesús kenndi lærisveinum sínum að ávarpa Jehóva í bæn sem „faðir vor.“ Notkun þess orðalags gefur í skyn að sem kristnir menn séum við öll hluti samheldinnar fjölskyldu þar sem við njótum dýrmæts, andlegs sambands. Jesús lagði frekari áherslu á þetta þegar hann sagði fylgjendum sínum að ‚þeir væru allir bræður.‘ — Matt. 6:9; 23:8.
Vegna þess hve nánum andlegum böndum vottar Jehóva eru tengdir sem heimilisfólk Guðs ávarpa þeir iðulega hver annan sem „bræður“ og „systur,“ einkum á safnaðarsamkomum. Við þessi andlegu tækfæri ávarpar sá sem stjórnar samkomunni þá sem eru skírðir gjarnan með því að nota ávarpsorðin „bróðir“ eða „systir“ á undan nafni þeirra.
Hvernig er farið að ef einhver óskírður vill taka þátt í samkomunni? Þegar einhver hefur átt félagsskap við fólk Jehóva um tíma og er kominn að því að vígja sig Guði og lítur á sig sem einn votta Jehóva, er ekkert því til fyrirstöðu að ávarpa hann sem „bróður“ eða „systur.“ Það gildir alveg sérstaklega ef hann er orðinn óskírður boðberi.
Áhugasamt fólk, sem er aðeins nýbyrjað að sækja samkomur okkar, hefur á hinn bóginn ekki enn þá stigið þau skref sem auðkenna það sem heimilisfólk Guðs. Þetta fólk ávörpum við ekki sem „bræður“ eða „systur“ vegna þess að hjá því er ekki enn þá fyrir hendi hið andlega samband sem þeir njóta sem tilheyra fjölskyldu Guðs.
Þegar við notum orðin „bróðir“ og „systir“ á safnaðarsamkomum gefur það til kynna náin bönd á milli okkar. Það minnir okkur á það blessunarríka samband sem við njótum sem andleg fjölskylda sem á sér einn föður, Jehóva Guð. Það minnir okku líka á hinn djúpa kærleika og væntumþykju sem við berum hvert til annars. — Ef. 2:19; 1. Pét. 3:8.