Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í október: Varðturninn og Vaknið! Þegar vart verður við áhuga í endurheimsóknum má gjarnan bjóða áskrift að blöðunum. Nóvember: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Lögð verður sérstök áhersla á að reyna að fara aftur til allra sem þiggja bókina með það markmið í huga að stofna með þeim biblíunám. Desember: Biblíusögubókin mín. Janúar: Bækurnar Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans.
◼ Viðaukinn í þessu tölublaði Ríkisþjónustu okkar er „Námsskrá Guðveldisskólans fyrir árið 1997“ og ætti að halda honum til haga til að geta flett upp í honum allt árið 1997.
◼ Sérstaki mótsdagurinn þjónustuárið 1997 verður haldinn sunnudaginn 3. nóvember 1996 í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Eins og fram kom í greininni um dagskrá sérstaka mótsdagsins í Ríkisþjónustu okkar fyrir ágúst er stef mótsdagsins „Verum lærisveinar Jehóva“ og er byggt á Jesaja 54:13.
◼ Söfnuðir geta pantað Dagatal votta Jehóva 1997 og bæklinginn Rannsökum daglega Ritningarnar 1997 á pöntunareyðublaðinu í október. Dagatalið verður eins og áður fáanlegt á allmörgum tungumálum en ekki á íslensku.
◼ Ný rit fáanleg:
Spurningar unga fólksins — svör sem duga — íslenska.
Hvernig hefja má biblíusamræður og halda þeim áfram — íslenska.
Efnisskrá rita Varðturnsins 1991-1994 — danska.
◼ Nýir geisladiskar fáanlegir:
Kingdom Melodies á geisladisk, 2. diskur. (Sjá tilkynningu í Ríkisþjónustu okkar fyrir apríl 1996.)
◼ Ný myndbönd fáanleg:
Jehovah’s Witnesses Stand Firm Against Nazi Assault — danska, enska, finnska, franska, hollenska, ítalska, norska, sænska, þýska.