Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í nóvember: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Lögð verður sérstök áhersla á að reyna að fara aftur til allra sem þiggja bókina með það markmið í huga að stofna með þeim biblíunám. Desember: Biblíusögubókin mín. Janúar: Bækurnar Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Febrúar: Lífið — varð það til við þróun eða sköpun?
◼ Söfnuðir, sem enn eiga eitthvað eftir af smáritinu Fréttir um Guðsríki nr. 34, mega hvetja boðbera til að bjóða það á sama hátt og önnur smárit eru notuð, hvort sem er í starfinu hús úr húsi eða annars staðar. Boðberar gætu skilið eintak eftir þar sem enginn er heima en gæta skal þess að ekki sjáist í ritin utan frá. Leitist við að dreifa öllum eintökunum sem eftir eru af þessum smáriti enda er boðskapur þess mikilvægur.