Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.97 bls. 7
  • Ert þú vottur allar stundir?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ert þú vottur allar stundir?
  • Ríkisþjónusta okkar – 1997
  • Svipað efni
  • Munum eftir þeim sem þjóna í fullu starfi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Gerum okkar ýtrasta til að boða fagnaðarerindið
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Þjónusta í fullu starfi veitir gleði
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • „Hann ... láti öll áform þín lánast“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 1997
km 10.97 bls. 7

Ert þú vottur allar stundir?

1 Myndir þú svara þessari spurningu játandi? Þó að ekki geti allir vígðir þjónar Jehóva tekið þátt í þjónustunni í fullu starfi er samt ekki sanngjarnt að vænta þess að við öll lítum á okkur sem votta allar stundir? Það ættum við vissulega að gera.

2 Það er ekki neitt sem heitir að vera kristinn maður endrum og sinnum. Jesús sagði um föður sinn: „Ég gjöri ætíð það sem honum þóknast.“ (Jóh. 8:29) Páll leit málin sömu augum og hvatti okkur þess vegna til að ‚gera allt Guði til dýrðar.‘ (1. Kor. 10:31) Við skulum þar af leiðandi eitt og sérhvert fyrir alla muni líta á okkur sem votta Jehóva öllum stundum. Ef við hugsum þannig hefur það áhrif á okkur til góðs í hverju því sem við tökum okkur fyrir hendur.

3 Hugleiðum hvaða vísbendingar við sendum frá okkur: Útlit okkar, tal og hegðun getur gefið öðru fólki til kynna að við séum svo sannarlega vottar Jehóva. Við erum okkur meðvitandi um nauðsyn þess að líta snyrtilega og siðsamlega út, tala á heilnæman hátt og hegða okkur í alla staði vel í hvert sinn sem við erum úti í boðunarstarfinu eða sækjum kristnar samkomur. En við ættum líka að hafa hugfast að hvort sem við erum að sækja skóla, erum stödd í veraldlegri vinnu, að skemmta okkur eða gera okkur eitthvað til afþreyingar, ætti allt sem að okkur snýr og við gerum að bera þess vitni að við lifum í samræmi við réttláta staðla Jehóva.

4 Jesús sagði: „Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist. . . . Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum.“ (Matt. 5:14-16) Þetta ætti að eiga við okkur í öllu sem við gerum og öllum stundum. Ef við finnum að við erum treg til að vitna um fagnaðarerindið vegna þess hvar við erum stödd eða vegna þess sem við erum að gera, þurfum við að spyrja okkur: ‚Þjóna ég Jehóva endrum og sinnum eða öllum stundum?‘ Megum við aldrei þurfa að sleppa frá okkur tækifæri til að tala við aðra um fagnaðarerindið um Guðsríki.

5 Verum minnug þess að við heiðrum og gleðjum Jehóva þegar við getum svarað spurningunni, „Ert þú vottur allar sundir?“ hátt og skýrt: „Já!“

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila