Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í nóvember: Dreifingu Guðsríkisfrétta nr. 36 haldið áfram. Söfnuðir geta boðið Kröfubæklinginn eða Þekkingarbókina eftir að þeir hafa lokið við að dreifa þeim skammti af Guðsríkisfréttum nr. 36 sem þeir fá frá Félaginu. Ef húsráðendur eiga þessi rit má bjóða Lifað að eilífu bókina eða Sköpunarbókina. Desember: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Janúar og febrúar: Bókin Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Einnig má bjóða bækurnar Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt, Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans.
◼ Eftir að sérstöku herferðinni lýkur geta söfnuðir, sem enn eiga eftir birgðir af Guðsríkisfréttum nr. 36, hvatt boðberana til að bjóða þær á sama hátt og smárit eru notuð, bæði í starfinu hús úr húsi og annars staðar. Ef það er ráðlegt gætu boðberarnir skilið eitt eintak eftir þar sem enginn er heima. Leitast ætti við að dreifa öllum eintökum sem eftir eru af þessu mikilvæga fréttariti.
◼ Umsjónarmaður í forsæti eða einhver sem hann tilnefnir á að endurskoða reikningshald safnaðarins 1. desember eða eins fljótt þar á eftir og mögulegt er. Þegar því er lokið skal tilkynna það söfnuðinum eftir að næsta reikningshaldsskýrsla er lesin upp.
◼ Söfnuðir geta pantað innbundna árganga af Varðturninum og Vaknið! fyrir árið 2000 á ritapöntunareyðublaðinu í desember. Árgangarnir eru sérpöntunarvara og fást á eftirfarandi tungumálum: dönsku, ensku, finnsku, frönsku, grísku, hollensku, ítölsku, japönsku, kínversku, kóresku, króatísku, norsku, portúgölsku, pólsku, rúmönsku, rússnesku, slóvakísku, spænsku, sænsku, tékknesku, ungversku, úkraínsku og þýsku. Hafa ber í huga að innbundnir árgangar eru ekki lengur framleiddir á íslensku.
◼ Ný rit fáanleg:
Bókin Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 1 (ip-1) — arabíska.
Bæklingurinn You Can Be God’s Friend! (Þú getur verið vinur Guðs) (gf) — kínverska, kínverska (einfölduð).