Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.02 bls. 1
  • Hamingjusamasta fólk á jörðinni

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hamingjusamasta fólk á jörðinni
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Svipað efni
  • Þjónar „hins sæla Guðs“ eru hamingjusamir
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
  • Þú getur fundið sanna hamingju
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Hvernig verðum við hamingjusöm?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Sönn hamingja í þjónustu Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 2.02 bls. 1

Hamingjusamasta fólk á jörðinni

1 „Sæl er sú þjóð, sem á [Jehóva] að Guði.“ (Sálmur 144:15) Þessi orð lýsa vottum Jehóva sem hamingjusamasta fólki á jörðinni. Ekkert veitir eins mikla gleði og það að þjóna hinum eina sanna og lifandi Guði, Jehóva. Hann er ‚hinn sæli Guð‘ og þeir sem tilbiðja hann endurspegla gleði hans. (1. Tímóteusarbréf 1:11, Biblían 1912) Hvað er það í tilbeiðslunni sem gerir okkur svona hamingjusöm? Lítum á nokkur atriði.

2 Hvað veitir okkur hamingju: Jesús fullvissaði okkur um að við yrðum hamingjusöm ef við værum okkur ‚meðvita um andlega þörf okkar.‘ (Matt. 5:3, NW) Við fullnægjum þessari þörf með því að nema Biblíuna án afláts og sækja allar kristnar samkomur. Þekkingin á sannleikanum í orði Guðs hefur frelsað okkur frá trúarlegum ósannindum og villu. (Jóh. 8:32) Orð Guðs hefur einnig kennt okkur besta lífsmátann. (Jes. 48:17) Þess vegna njótum við uppbyggjandi félagsskapar við kristna menn í hamingjusömu bræðrafélagi. — 1. Þess. 2:19, 20; 1. Pét. 2:17.

3 Það veitir okkur mikla ánægju að fylgja háleitum siðferðisstöðlum Jehóva því að við vitum að það verndar okkur og gleður hann. (Orðskv. 27:11) Fréttamaður hjá dagblaði einu sagði: „Þrátt fyrir stranga staðla virðast Vottar Jehóva ekki vera óhamingjusamir. Þvert á móti eru ungir sem aldnir [á meðal þeirra] óvenju glaðir að sjá og í góðu jafnvægi.“ Hvernig getum við hjálpað öðrum að fá hlutdeild í hamingju okkar?

4 Hjálpaðu öðrum að finna hamingju: Heimurinn er uppfullur af óhamingju og fólk er almennt bölsýnt á framtíðina. En við erum aftur á móti bjartsýn þar sem við vitum að einn góðan veðurdag verður hryggð ekki framar til. (Opinb. 21:3, 4) Þess vegna erum við ötul í boðunarstarfinu og leitum að hjartahreinum mönnum til þess að segja þeim frá von okkar og trú á Jehóva. — Esek. 9:4.

5 Brautryðjandasystir sagði: „Það er ekkert eins ánægjulegt og að hjálpa fólki að kynnast Jehóva og sannleika hans.“ Gerum allt sem við getum til að hvetja enn fleiri til að þiggja heimabiblíunámskeið. Það veitir mestu hamingjuna að þjóna Jehóva og gefa af sjálfum okkur með því að hjálpa öðrum að þjóna honum. — Post. 20:35.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila