Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í febrúar: Bókin Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Einnig má bjóða bækurnar Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt, Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Mars: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Sérstakt átak verður gert í biblíunámsstarfinu. Apríl og maí: Stök tölublöð af Varðturninum og Vaknið! Reynið að koma af stað blaðaleið. Bjóðið Kröfubæklinginn með það fyrir augum að stofna biblíunámskeið.
◼ Umsjónarmaður í forsæti eða einhver sem hann tilnefnir á að endurskoða reikningshald safnaðarins 1. mars eða eins fljótt þar á eftir og mögulegt er. Þegar því er lokið skal tilkynna það söfnuðinum eftir að næsta reikningshaldsskýrsla er lesin upp.
◼ Ritari safnaðarins og starfshirðir skulu fara yfir starfsemi allra reglulegra brautryðjenda. Ef einhver á erfitt með að uppfylla tímakröfurnar ættu öldungarnir að gera ráðstafanir til að aðstoða hann. Tillögur er að finna í árlegum bréfum Félagsins til öldungaráða vegna brautryðjenda (S-201). Sjá einnig gr. 2-10 í viðauka Ríkisþjónustu okkar í nóvember 1995.
◼ Sérræðan fyrir minningarhátíðartímabilið 2002 verður flutt sunnudaginn 14. apríl og heitir: „Hafið ‚daginn ógurlega‘ stöðugt í huga.“ Ræðudrögin verða send. Ef farandhirðisheimsókn stendur yfir þessa helgi í einhverjum söfnuði skal flytja sérræðuna viku síðar. Sérræðuna á ekki að flytja í neinum söfnuði fyrir 14. apríl 2002.