Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í mars: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Sérstakt átak verður gert í biblíunámsstarfinu. Apríl og maí: Stök tölublöð af Varðturninum og Vaknið! Reynið að koma af stað blaðaleið. Bendið húsráðendum á að þeir geti látið eitthvað af hendi rakna til alþjóðastarfsins ef þeir vilja. Bjóðið Kröfubæklinginn þar sem áhugi er fyrir hendi og reynið sérstaklega að stofna biblíunámskeið. Júní: Bæklingurinn Hvers krefst Guð af okkur? eða bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Ef húsráðandi á þessi rit fyrir má bjóða annan viðeigandi bækling.
◼ Boðberar, sem vilja vera aðstoðarbrautryðjendur í apríl, ættu að gera áætlanir um það núna og skila inn umsókn tímanlega. Það auðveldar öldungunum að skipuleggja samkomur fyrir boðunarstarfið og hafa nægar birgðir af blöðum og öðrum ritum fyrirliggjandi. Lesa ætti upp nöfn allra í söfnuðinum sem útnefndir eru til að vera aðstoðarbrautryðjendur hvern mánuð.
◼ Minningarhátíðin verður haldin fimmtudaginn 28. mars 2002. Í söfnuðum þar sem þetta er samkomukvöld ætti að færa samkomuna yfir á annan vikudag.
◼ Félagið afgreiðir ekki ritabeiðnir einstakra boðbera beint. Umsjónarmaður í forsæti ætti að láta lesa upp tilkynningu í hverjum mánuði áður en mánaðarleg ritapöntun safnaðarins er send til Félagsins svo að allir sem vilja geti pantað rit hjá bóka- og blaðaþjóninum. Vinsamlegast hafið í huga hvaða rit eru sérpöntunarvara.
◼ Svæðismótið fyrir þjónustuárið 2002 verður haldið í Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi dagana 27. og 28. apríl og hefst dagskráin klukkan 9:50 báða dagana. Stef mótsins er: „Óttist Guð og gefið honum dýrð“ og er byggt á Opinberunarbókinni 14:7.
◼ Framvegis birtast öll rit á asersku með latínuletri. Um tíma verða sum rit fáanleg áfram með kyrillísku letri.
◼ Ný rit fáanleg:
Bókin Aflaðu þér menntunar í boðunarskólanum (be) — finnska, hebreska, króatíska, lettneska, litháíska, norska, tékkneska.
◼ Ný myndbönd fáanleg:
Our Whole Association of Brothers (Bræðrafélag okkar) (vcas) — hollenska, norska, spænska.
Young People Ask — How Can I Make Real Friends? (Ungt fólk spyr — hvernig get ég eignast sanna vini?) (vcfe) — spænska.