Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í október: Varðturninn og Vaknið! Bjóða má fólki á afskekktum stöðum áskrift að blöðunum. Bjóðið Kröfubæklinginn þar sem áhuga er að finna með það að markmiði að stofna heimabiblíunámskeið. Nóvember: Hvers krefst Guð af okkur? eða Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Eigi fólk þessi rit fyrir má bjóða Biblíusögubókina mína. Desember: Mesta mikilmenni sem lifað hefur. Til vara má bjóða Biblíusögubókina mína eða Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð. Janúar: Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt, Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Einnig má bjóða Er til skapari sem er annt um okkur?
◼ Með þessu tölublaði Ríkisþjónustu okkar fylgir viðauki með „Námsskrá Boðunarskólans 2003“ sem halda á til haga til að fletta upp í allt árið.
◼ Ef samkomutímar safnaða breytast 1. janúar næstkomandi þarf að huga að því að panta nýja boðsmiða sem sýna réttan samkomutíma.
◼ Söfnuðir geta pantað Árbókina 2003 á ritapöntunareyðublaðinu í nóvember. Hún verður fáanleg á eftirfarandi tungumálum: albönsku, arabísku, dönsku, ensku, ensku blindraletri, finnsku, frönsku, grísku, hollensku, indónesísku, ítölsku, japönsku, kínversku, kóresku, króatísku, malagasí, norsku, portúgölsku, pólsku, rúmensku, rússnesku, serbnesku, slóvakísku, spænsku, sænsku, tékknesku, ungversku, úkraínsku og þýsku.
◼ Ný rit fáanleg:
Revelation — Its Grand Climax at Hand (Opinberunin — hið mikla hámark hennar er í nánd!) (re) — rússneska
Draw Close to Jehovah (Nálægðu þig Jehóva) (cl) — búlgarska, danska, enska, finnska, franska, hollenska, ítalska, japanska, króatíska, lettneska, litháíska, portúgalska, pólska, sebúanó, serbneska, singalíska, spænska, sænska, tagalog og tékkneska.
Worship the Only True God (Tilbiðjið hin eina sanna Guð) (wt) — albanska, arabíska, búlgarska, danska, enska, finnska, franska, hollenska, ítalska, japanska, króatíska, lettneska, litháíska, norska, portúgalska, pólska, rússneska, sebúanó, serbneska, singalíska, spænska, sænska, tagalog, tékkneska og þýska.
◼ Ný myndbönd fáanleg:
No Blood — Medicine Meets the Challenge (Læknismeðferð án blóðgjafar — þörfinni svarað) (vcnb) — ítalska, rússneska og spænska.