Þau ná árangri þrátt fyrir fötlun
1 Ef þú ert einn þeirra mörgu votta Jehóva sem búa við fötlun geturðu samt sem áður náð árangri í boðunarstarfinu. Aðstæður þínar geta meira að segja veitt þér sérstök tækifæri til að vitna fyrir öðrum og hvetja þá.
2 Að bera vitni: Margir sem búa við fötlun taka góðan þátt í boðunarstarfinu. Systir nokkur fór í aðgerð sem hafði alvarleg áhrif á hreyfigetu hennar og getu til að tala. Hún komst að því að hún gæti tekið þátt í blaðastarfinu ef eiginmaður hennar legði bílnum nálægt fjölfarinni gangstétt. Við eitt tækifæri dreifði hún 80 blöðum á aðeins tveim klukkustundum! Aðstæður þínar gætu líka gert þér fært að ná sambandi við fólk sem annars er erfitt að hitta. Ef því er þannig farið skaltu líta á það sem starfssvæði þitt.
3 Það sem þú gerir í boðunarstarfinu getur haft mjög mikil áhrif. Aðrir gætu laðast að fagnaðarerindinu þegar þeir sjá ákafa þinn og þau góðu áhrif sem sannleikur Biblíunnar hefur haft á líf þitt. Enn fremur getur lífsreynsla þín gert þig færan um að nota orð Guðs til að hugga þá sem hafa átt í erfiðleikum. — 2. Kor. 1:4.
4 Þú getur styrkt aðra: Fannst þér ekki uppörvandi að lesa ævisögu Laurel Nisbet, sem lá í stállunga í 37 ár, en hjálpaði samt 17 einstaklingum að kynnast sannleika Biblíunnar? Fordæmi þitt getur á svipaðan hátt hvatt trúbræður þína til að leggja sig alla fram í þjónustu Jehóva. — g93 apríl-júní bls. 24-27.
5 Þú getur styrkt aðra þó að aðstæður þínar komi í veg fyrir að þú komist eins oft í boðunarstarfið og þig myndi langa til. „Mér hefur lærst að jafnvel mjög fatlaður maður getur gert mikið fyrir aðra,“ sagði bróðir einn. „Við hjónin höfum verið ýmsum í söfnuðinum eins og nokkurs konar akkeri. Vegna kringumstæðna okkar erum við alltaf hérna og alltaf hægt að ná í okkur.“ Hins vegar er ljóst að vegna fötlunarinnar getur þú kannski ekki alltaf gert eins mikið og þú myndir vilja. En þú gætir samt tekið reglulega þátt í boðunarstarfinu með því að fá örlitla hjálp. Ef þú þarft á aðstoð að halda skaltu ekki hika við að minnast á það við öldungana eða aðra í söfnuðinum sem geta hjálpað.
6 Jehóva sér allt sem þú gerir í þjónustu hans og hann er glaður þegar þú þjónar honum af allri sálu. (Sálm. 139:1-4) Ef þú reiðir þig á hann getur hann gert þér kleift að taka góðan og markvissan þátt í boðunarstarfinu. — 2. Kor. 12:7-10.