Tilkynningar
◼ Ritatilboð í september: Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Október: Varðturninn og Vaknið! Þar sem áhuga er að finna má bjóða Kröfubæklinginn með það fyrir augum að hefja nýtt biblíunámskeið. Nóvember: Hvers krefst Guð af okkur? eða Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Ef húsráðandi á þessi rit má bjóða önnur eldri rit. Desember: Mesta mikilmenni sem lifað hefur. Einnig mætti bjóða Biblíusögubókina mína eða Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð.
◼ Deildarskrifstofan afgreiðir ekki ritabeiðnir einstakra boðbera beint. Umsjónarmaður í forsæti ætti að láta lesa upp tilkynningu í hverjum mánuði áður en mánaðarleg ritapöntun safnaðarins er send til deildarinnar svo að allir sem vilja geti pantað rit hjá bóka- og blaðaþjóninum. Vinsamlegast hafið í huga hvaða rit eru sérpöntunarvara.
◼ Öldungarnir eru minntir á að framfylgja leiðbeiningunum á blaðsíðu 28-31 í Varðturninum 1. september 1991 um brottrekna og þá sem hafa aðgreint sig en hafa kannski hug á að koma inn í söfnuðinn á ný.
◼ Sérræðan fyrir minningarhátiðartímann árið 2004 verður flutt sunnudaginn 18. apríl. Tilkynnt verður síðar um stef ræðunnar. Ef farandhirðisheimsókn stendur yfir þessa helgi í einhverjum söfnuði skal flytja sérræðuna viku síðar. Sérræðuna á ekki að flytja í neinum söfnuði fyrir 18. apríl 2004.
◼ Söfnuðir geta pantað Rannsökum daglega ritningarnar fyrir árið 2004 á ritapöntunareyðublaðinu í október. Listi með tungumálum, sem dagstextabæklingurinn verður fáanlegur á, verður birtur í bréfinu „Tilkynning til allra safnaða“ sem er sent út reglulega.