Notaðu sveigjanlegar aðferðir
Ef við höfum einlægan áhuga á öðrum reynum við að komast að því hvað þeim er umhugað um og segja þeim hvernig Guðsríki mun leysa vandamál þeirra í eitt skipti fyrir öll. (Fil. 2:4) Margir boðberar hafa notað sveigjanlegar aðferðir með góðum árangri. Til dæmis hafa þeir fengið húsráðanda til að tjá sig um myndir af paradís framtíðar í ritum okkar eins og þær sem vísað er í hér til hægri. Þú gætir nýtt þér eina af eftirfarandi kynningum:
◼ „Heldurðu að mannkynið eigi einhvern tíma eftir að búa við aðstæður eins og sýndar eru hér á myndinni?“
◼ „Við myndum öll vilja að börnin okkar fengju að búa í heimi eins og þeim sem sést á þessari mynd. Hvað heldurðu að þurfi til að koma því til leiðar?“
◼ „Á þessari mynd sést hvernig jörðin mun líta út þegar vilji Guðs nær fram að ganga á jörðinni eins og á himni. Tekurðu eftir einhverju sem er ólíkt lífinu nú á tímum?“
◼ „Myndir þú vilja búa við þær aðstæður sem sýndar eru hérna á myndinni? [Gefðu kost á svari.] Heldurðu að þetta eigi eftir að gerast á okkar lífstíð?“
Hlustaðu vel á svar viðmælanda og spyrðu hann fáeinna vingjarnlegra spurninga til að fá hann til að tjá sig. Dragðu ekki strax þá ályktun að viðmælandinn hafi ekki áhuga þótt hann segist ekki vilja búa við þær aðstæður sem sýndar eru á myndunum eða trúi ekki að það sé mögulegt. Spyrðu nærgætnislega hvers vegna hann er þessarar skoðunar. Ummæli hans gætu borið vott um að hann hafi áhyggjur af vandamálum mannkynsins sem virðast óyfirstíganleg. — Esek. 9:4.
Þegar þú tekur eftir hvað húsráðanda er umhugað um skaltu laga kynninguna að því. Leggðu áherslu á þann þátt fagnaðarerindisins sem snertir hann hvað mest. Vitnaðu í einn eða tvo ritningarstaði sem tengjast því sem er honum hugleikið. (Sjá tillögur til hægri.) Leyfðu honum að sjá sjálfum hvað orð Guðs segir. Ef hann sýnir áhuga skaltu bjóða ritið og spyrja hann hvort þú megir koma aftur síðar. Taktu síðan upp þráðinn að nýju í næstu heimsókn.
[Rammi á blaðsíðu 6]
Myndir af paradís framtíðar
Kennarabókin: bls. 251-4
Kröfubæklingurinn: bls. 11, 13
Sköpunarbókin: bls. 237, 243, 251
Sameinuð í tilbeiðslu: bls. 84-85
Þekkingarbókin: bls. 4-5, 188-89
[Rammi á blaðsíðu 6]
Málefni sem snerta fólk
Dauði, sorg
Fátækt, kúgun
Fordómar, mismunun
Glæpir, ofbeldi
Hrakandi siðferði
Húsnæði, fjárhagserfiðleikar
Ill meðferð á dýrum
Matvælaskortur, vannæring
Sjúkdómar, fötlun
Spilling, óréttlæti
Stríð, hryðjuverk
Umhverfisspjöll
Vanhæfar ríkisstjórnir
Þunglyndi