Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í ágúst: Hver sem er af eftirtöldum bæklingum: Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?, Bók fyrir alla menn, Hvað verður um okkur þegar við deyjum?, Hver er tilgangur lífsins — hvernig getur þú fundið hann?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja“, Stjórnin sem koma mun á paradís, Þegar ástvinur deyr og Ættum við að trúa á þrenninguna? September: Er til skapari sem er annt um okkur? Einnig má bjóða Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Október: Varðturninn og Vaknið! Þar sem áhuga er að finna má bjóða Kröfubæklinginn. Nóvember: Lærum af kennaranum mikla. Ef húsráðandi á engin börn má bjóða Þekkingarbókina eða smáritið Langar þig að vita meira um Biblíuna?
◼ Þar sem fimm helgar eru í október væri kjörið að nota mánuðinn til aðstoðarbrautryðjandastarfs.
◼ Boðberar eru hvattir til að halda til haga bls. 5 og 6 í þessu tölublaði Ríkisþjónustu okkar þar sem farið verður yfir þær síðar á þjónustuárinu í tengslum við sérstaka mótsdaginn og svæðismótið.
◼ Umsjónarmaður í forsæti eða einhver sem hann tilnefnir á að endurskoða reikningshald safnaðarins 1. september eða sem fyrst eftir það. Ef til er sérstakur byggingar- eða viðhaldssjóður á einnig að endurskoða bókhald hans. Þegar þessu er lokið skal tilkynna það söfnuðinum eftir að næsta reikningshaldsskýrsla er lesin upp.
◼ Árleg talning allra rita og blaða á lager skal fara fram 31. ágúst 2005 eða eins nálægt þeim degi og hægt er. Þetta er sams konar talning og sú sem bókaumsjónarmaðurinn framkvæmir mánaðarlega. Niðurstöðutölur skal færa á ritatalningareyðublaðið (S-18). Upplýsingar um heildarfjölda blaða á lager má fá hjá blaðaþjónum hlutaðeigandi safnaða. Ritari umsjónarsafnaðarins á að hafa eftirlit með talningunni og undirrita eyðublaðið ásamt öldungi í forsæti í umsjónarsöfnuðinum. Hver umsjónarsöfnuður fær send þrjú eintök af ritatalningareyðublaðinu (S-18). Vinsamlegast sendið frumritið til deildarskrifstofunnar ekki síðar en 6. september. Haldið eftir afriti fyrir skjalasafnið. Þriðja eintakið má nota sem vinnublað.
◼ Söfnuðir geta pantað Rannsökum daglega ritningarnar, dagatal Votta Jehóva og árbók Votta Jehóva fyrir 2006 með næstu ritapöntun. Listi með tungumálum, sem ritin eru fáanleg á, verður birtur í bréfinu „Tilkynning til allra safnaða“ sem er sent út reglulega. Þetta er nýbreytni frá því sem hefur verið. Tilkynnt verður síðar um hvenær panta má innbundna árganga.