Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í janúar: Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Einnig má bjóða Þekkingarbókina og Haltu vöku þinni! Febrúar: Nálægðu þig Jehóva. Mars: Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn? Apríl: Varðturninn og Vaknið! Heimsækið aftur þá sem sýnt hafa áhuga, til dæmis þá sem voru viðstaddir minningarhátíðina eða einhverja aðra samkomu eða mót, en eru ekki virkir í safnaðarstarfinu. Reynið í framhaldinu að bjóða Hvað kennir Biblían? með það fyrir augum að hefja biblíunámskeið.
◼ Næsti opinberi fyrirlestur farandhirðis, þegar hann heimsækir söfnuðina eftir 1. febrúar, ber heitið: „Hver fær að ganga inn í nýjan heim Guðs?“
◼ Á þjónustusamkomu í apríl verður farið yfir myndina Young People Ask — What Will I Do With My Life? (Ungt fólk spyr — hvernig ætti ég að nota líf mitt?). Ef einhverja vantar þennan mynddisk er þeim bent á að panta hann í söfnuðinum eins fljótt og hægt er.
◼ Ritin okkar á kínversku eru gefin út með tvenns konar leturgerð. Fólk frá Hong Kong og Taívan les hefðbundna kínverska letrið (CH). Flestir aðrir kínverskumælandi lesa einfaldað kínverskt letur (CHS). Leturgerðin, sem viðkomandi les, er óháð því hvort hann talar kantonsku, mandarín eða aðra mállýsku. Þess vegna er mikilvægt að ganga úr skugga um hvaða leturgerð hann kýs að lesa. Það má nota bæklinginn Good News for People of All Nations, bls. 16-17, til að gera samanburð. Þá er hægt að fullvissa sig um að verið sé að panta réttu ritin.
◼ Söfnuðir ættu að gera ráðstafanir til að halda minningarhátíðina eftir sólsetur mánudaginn 2. apríl næstkomandi. Brauðið og vínið má ekki bera fram fyrr en sól er sest enda þótt hefja megi flutning ræðunnar fyrir þann tíma. Sólsetur á Akureyri er kl. 20:09, á Selfossi kl. 20:17, í Reykjavík kl. 20:21 og í Keflavík kl. 20:23. Þótt æskilegt sé að hver söfnuður haldi minningarhátíðina út af fyrir sig er ekki víst að það sé alltaf gerlegt. Á stöðum þar sem nokkrir söfnuðir nota sama ríkissal getur einn söfnuður eða fleiri orðið sér úti um annað húsnæði þetta kvöld. Þar sem því verður við komið ættu minnst 40 mínútur að líða á milli samkomna svo að hægt sé að hafa gagn af samveru eftir minningarhátíðna. Taka ber tillit til hugsanlegra umferðartafa, tryggja þarf að næg bílastæði séu fyrir hendi og að aðgengi sé gott. Öldungaráðið ætti að ákveða hvernig best sé að standa að málum í sínu byggðarlagi.
◼ Ritarar ættu að ganga úr skugga um að þeir hafi Útnefningarbréf brautryðjanda (S-202) fyrir alla brautryðjendur í söfnuðinum. Ef það vantar á að hafa samband við deildarskrifstofuna.