Hvernig ætlarðu að nota líf þitt?
1 Börn eru stundum spurð að því hvað þau ætli að verða þegar þau eru orðin stór. Langaði þig sem lítill strákur að verða læknir, slökkviliðsmaður eða farandhirðir? Eða langaði þig sem lítil stelpa til að verða ballettdansmær, hjúkrunarkona eða trúboði? Núna ertu orðinn eldri og þarft því að spyrja þig: „Hvernig ætla ég að nota líf mitt?“ Ertu í stakk búinn til að taka ákvörðun um það?
2 Til að hjálpa þér að taka skynsamlega ákvörðun hefur söfnuður Jehóva gefið út mynddiskinn Young People Ask — What Will I Do With My Life? (Ungt fólk spyr — Hvernig ætla ég að nota líf mitt?) Horfðu á mynddiskinn og hugleiddu alvarlega allt sem þar er að finna, þar á meðal leikritið, viðtölin og aukaefnið. Í rammagreininni „Main Menu/Aðalvalmynd“ er listi yfir innihald disksins.
3 Leikritið: Þegar þú horfir á leikritið skaltu velta þessum spurningum fyrir þér: (1) Hvað eiga Tímóteus og Andre sameiginlegt? (Post. 16:1; 1. Tím. 4:8; 2. Tím. 1:5) (2) Hvernig var þrýst á Andre til að skara fram úr í íþróttum og hverjir gerðu það? (3) Hver hafði góð áhrif á Tímóteus og Andre og hvernig? (2. Tím. 1:1-4; 3:14, 15) (4) Hvaða áhrif höfðu hvatningarorðin í Matteusi 6:24 og Filippíbréfinu 3:8 á Andre og hvaða áhrif hafa þau á þig?
4 Valin leikatriði: Eftir að hafa horft á allt leikritið skaltu spila aftur eftirfarandi leikatriði og svara þessum spurningum. „Paul and Timothy“ (Páll og Tímóteus): Hvað var það síðasta sem Páll hvatti Tímóteus til að gera? (2. Tím. 4:5) „Giving Jehovah Your Best“ (Gefðu Jehóva þitt besta): Hvaða andleg markmið hefurðu sett þér? „Taking a Stand for Jehovah“ (Taktu afstöðu með Jehóva): Hvað veitir okkur sanna hamingju? „Grandmother’s Advice“ (Ráð ömmunnar): Hvers vegna er rangt að vilja vera stjarna í heimi Satans? (Matt. 4:9) „No Regrets“ (Engin eftirsjá): Hvaða vitneskja getur hjálpað þér að lifa innihaldsríku lífi? — Orðskv. 10:22.
5 Viðtöl: Þegar þú horfir á eftirfarandi hluta skaltu spyrja þig: Hvað get ég gert til að gefa Jehóva mitt besta? (1) „Dedication to Vain Pursuits or to God?“ (Að helga líf sitt hégómlegum hlutum eða Guði?) (1. Jóh. 2:17), (2) „Learning to Enjoy Your Ministry“ (Að læra að hafa ánægju af boðunarstarfinu) (Sálm. 27:14) og (3) „An Open Door to Service“ (þjónustutækifæri standa þér opin).°— Matt. 6:33.
6 Horft um öxl: Hvert er svarið? (1) Hvaða starf stunduðu bróðirinn og systirin af kappi og af hverju? (2) Hversu langt höfðu þau náð á framabrautinni? (3) Hvað var það sem fékk þau til að athuga sinn gang? (2. Kor. 5:15) (4) Hvaða starf tók við af því gamla og hvers vegna fannst þeim þau ekki getað lagt stund á bæði störfin? (5) Sjá þau eftir því að hafa breytt um áherslur í lífinu? (6) Hvað af því sem þau sögðu fékk þig sérstaklega til að hugsa um hvernig þú ætlar að nota líf þitt?
7 Fleiri viðtöl: Hvað hefurðu lært af þessum viðtölum um það sem þú getur gert til að eiga virkari þátt í þjónustu Jehóva? (1) „The Value of Personal Study“ (Gagnið sem hlýst af sjálfsnámi), (2) „Alternative Witnessing“ (Þátttaka í hinum mismunandi greinum boðunarstarfsins), (3) „Bethel Service“ (Betelstarf), (4) „Gilead Missionary Training“ (Gíleaðskólinn) og (5) „Ministerial Training School“ (Þjónustuþjálfunarskólinn). Skoðaðu listann yfir rit sem fjalla um svipað efni og lestu nánar um það sem þú hefur mestan áhuga á.
8 Ertu núna búinn að ákveða hvernig þú ætlar að nota líf þitt? Páll hvatti Tímóteus: „Stunda þetta, ver allur í þessu, til þess að framför þín sé öllum augljós.“ (1. Tím. 4:15) Við hvetjum þig til að hugleiða það sem þú hefur séð og heyrt á þessum mynddiski. Biddu Jehóva um að hjálpa þér að taka viturlega ákvörðun sem stuðlar að ánægjulegu og innihaldsríku lífi núna og veitir þér hamingjuríkt og unaðslegt líf í framtíðinni.
[Rammi á bls. 10]
MAIN MENU/AÐALVALMYND
Play Drama/Spila leikrit
Scenes/Leikatriði (11 valkostir)
Interviews/Viðtöl
Play All/Spila allt
Sections/Einstakir hlutar (3 valkostir)
Looking Back/Horft um öxl
Supplementary Material/Aukaefni
Supplementary Interviews/Fleiri viðtöl
Index to Published Information on Related Subjects/ Listi yfir rit sem fjalla um svipað efni
Subtitles/Texti
Hearing Impaired/ Fyrir heyrnarskerta
None/Án texta
Til að hreyfa bendilinn um skjáinn skaltu nota hnappana Next ▸, ◀ Back og Main Menu (Áfram ▸, ◀ Til baka og Aðalvalmynd).