Upprifjun á efni boðunarskólans
Farið verður yfir eftirfarandi spurningar í Boðunarskólanum í vikunni sem hefst 25. júní 2007. Umsjónarmaður skólans stjórnar 30 mínútna upprifjun á efni sem farið hefur verið yfir á tímabilinu 7. maí til 25. júní 2007. [Athugið: Þegar engin tilvísun fylgir spurningu þarftu að leita sjálfur að heimildum til að finna svarið. — Sjá Boðunarskólabókina, bls. 36-7.]
ÞJÁLFUNARLIÐUR
1. Hvað getum við gert til að draga úr spennu svo að við getum bætt raddgæðin þegar við tölum? [be bls. 184 gr. 2–185 gr. 2]
2. Hvernig getum við verði „öllum allt“ í boðunarstarfinu? (1. Kor. 9:20-23) [be bls. 186 gr. 2-4]
3. Hvernig getum við líkt eftir fordæmi Jehóva í því að hlusta á aðra? (1. Mós. 18:23-33; 1. Kon. 22:19-22) [be bls. 187 gr. 1-2, 5]
4. Hvernig getum við hjálpað öðrum að taka framförum í trúnni? [be bls. 187 gr. 6–bls. 188 gr. 3]
5. Hvers vegna ætti okkur að vera umhugað um að sýna öðrum virðingu? [be bls. 190 gr. 3, rammi]
VERKEFNI NR. 1
6. Hvers vegna verðum við að leggja okkur fram um að ná til hjartna nemenda okkar? [be bls. 59 gr. 1]
7. Hvaða áhrif hefur fordæmi okkar á þá sem við kennum? [be bls. 61 gr. 1]
8. Hvernig getum við tekið framförum í samræðuleikni heima hjá okkur? [be bls. 62 gr. 3]
9. Hvernig var Jeremía spámaður gott fordæmi í því að sýna hugrekki? [si bls. 129 gr. 36]
10. Hvaða trúartraust kemur fram í Harmljóðunum og hvernig sýna þau hve alvarlegur dómur Guðs yfir óguðlegum er? [si bls. 132 gr. 13]
VIKULEGUR BIBLÍULESTUR
11. Um hvað megum við vera fullviss, eins og frásagan í Jeremía 37:21 er gott dæmi um?
12. Hvers vegna sagði Barúk að Jehóva hefði bætt „harmi við kvöl“ sína þannig að hann varð „þreyttur“ og hvernig brást Barúk fyrst við vandamálinu? (Jer. 45:1-5)
13. Hvenær lagðist Babýlon í eyði og varð „algerlega að auðn“? (Jer. 50:13)
14. Hvaða meginregla í sambandi við bænir kemur fram í Harmljóðunum 3:8, 9, 42-45?
15. Hvað táknar himnavagninn sem lýst er í 1. kafla hjá Esekíel?