Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.08 bls. 8
  • Vitnisburður um sterka trú

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vitnisburður um sterka trú
  • Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Svipað efni
  • „Öllum þjóðum til vitnisburðar“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Lifum við á „síðustu dögum“?
    Hvað kennir Biblían?
  • ‚Hvert verður tákn nærveru þinnar?‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
Ríkisþjónusta okkar – 2008
km 2.08 bls. 8

Vitnisburður um sterka trú

1. Hverju spáði Jesús?

1 Postularnir hlustuðu af ákafa þegar Jesús talaði um nærveru sína og endalok þessa heims. Ýmsar hörmungar áttu að herja á mannkynið eins og styrjaldir, hungursneyð, jarðskjálftar og drepsóttir. Jesús sagði líka að fylgjendur hans yrðu hataðir, framseldir til pyndinga og teknir af lífi. Falsspámenn myndu koma fram og leiða marga í villu. Og kærleikur flestra myndi kólna.

2. Af hverju er svona sérstakt að fagnaðarerindið skuli vera prédikað um allan heim?

2 Eftir þessa lýsingu hljóta postularnir að hafa verið hissa þegar Jesús sagði að fagnaðarerindið um ríki Guðs yrði prédikað um alla heimsbyggðina. (Matt. 24:3-14) Núna sjáum við stórfenglega uppfyllingu á þessum spádómi. Þótt við lifum á erfiðum tímum boða vottar Jehóva fagnaðarerindið af kappi. Núna þegar kærleikurinn í heiminum kólnar brennur kærleikur okkar enn heitar. Þótt „allar þjóðir“ hati okkur prédikum við nánast fyrir hverri þjóð.

3. Hvaða tölur finnst þér hvetjandi að sjá í ársskýrslunni?

3 Það er mjög hvetjandi að sjá yfirlit yfir starfsemi Votta Jehóva á síðasta þjónustuári í ársskýrslunni á blaðsíðu 3 til 6. Þetta er sextánda árið í röð sem við notum yfir milljarð klukkustunda til að prédika og gera menn að lærisveinum. Það er augljós vitnisburður um sterka trú. Brautryðjendum fjölgaði um 5,8 prósent, boðberum um 3,1 prósent og biblíunámskeiðum um 4,4 prósent. Og skírnþegum fjölgaði um 20,1 prósent á síðasta þjónustuári. Það er stórkostlegt að sjá að næstum 7 milljónir manna þjóna Jehóva trúfastlega — fleiri en nokkru sinni fyrr í sögu mannkyns. Hvað finnst þér sértaklega hvetjandi þegar þú skoðar ársskýrsluna?

4. Á hverju sigraðist maður nokkur áður en hann lét skírast?

4 Þótt tölurnar sem slíkar séu mjög hvetjandi ættum við aldrei að gleyma því að á bak við tölurnar er fólk sem hefur sannað trú sína. Tökum Guillermo sem dæmi en hann ólst upp í Bólivíu. Hann fæddist árið 1935 og frá níu ára aldri vann hann á plantekru þar sem ræktaðir voru kókarunnar. Frá barnæsku tuggði hann kókalauf til að lina eymdina sem fylgdi þessari erfiðisvinnu. Seinna misnotaði hann áfengi og fór að reykja. En þegar hann kynntist vilja Jehóva hætti hann að reykja og misnota áfengi. En stærsta hindrunin var að sigrast á þeim ævilanga ávana að tyggja kókalauf. Hann bað án afláts til Guðs og sigraðist loks á fíkninni. Þegar hann hafði sagt skilið við þessa slæmu ávana lét hann skírast. „Núna,“ segir hann, „er ég hamingjusamur og mér finnst ég vera hreinn.“

5. Hvað þráir þú í einlægni?

5 Jehóva er innilega annt um fólk. Hann vill að allir komist til iðrunar. (2. Pét. 3:9) Það viljum við líka. Megi hjörtu okkar knýja okkur til að gera allt sem við getum til að halda áfram að hjálpa hjartahreinu fólki að kynnast Jehóva og læra að elska hann eins og við gerum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila