Upprifjun á efni Boðunarskólans
Farið verður yfir eftirfarandi spurningar í Boðunarskólanum í vikunni sem hefst 22. febrúar 2010. Umsjónarmaður skólans stjórnar 20 mínútna upprifjun á efni sem farið hefur verið yfir á tímabilinu 4. janúar til 22. febrúar 2010.
1. Hvaða rök eru fyrir því í Biblíunni að Ísraelsmenn hafi verið læsir og skrifandi allt frá því að saga þeirra hófst? (Jós. 18:9) [w93 1.4. bls. 21, gr. 6]
2. Hvað var það sem fékk Jósúa til að segja það sem stendur í Jósúabók 24:14, 15, og hvaða áhrif ætti það að hafa á okkur? [w08 15.5. bls. 17-18 gr. 4-6]
3. Hver er ein af ástæðunum fyrir því að Baalsdýrkun varð að tálsnöru fyrir Ísraelsmenn? (Dóm. 2:3) [w08 15.2. bls. 27 gr. 2-3]
4. Hvað getum við lært af því hvernig Ehúð beitti sverðinu af hugrekki? (Dóm. 3:21) [w05 1.2. bls. 20, gr. 3]
5. Hvað getum við lært af hæversku Gídeons? (Dóm. 6:11-15) [w05 1.2. bls. 20, gr. 4]
6. Hvers vegna gat Jehóva „ekki unað hremmingum Ísraels“? (Dóm. 10:16) [cl bls. 254-255, gr. 10-11]
7. Var Jefta með mannfórn í huga þegar hann gaf heit sitt? (Dóm. 11:30, 31) [w05 1.2. bls. 20 gr. 1]
8. Ýtti það ekki undir stjórnleysi að,hver maður skyldi gera það sem honum vel líkaði‘? (Dóm. 17:6) [w05 1.2. bls. 21, gr. 7]
9. Hvernig getur það sem sagt er frá í Dómarabókinni 16:3 hjálpað okkur að skilja afrek Samsonar? [w05 1.1. bls. 13-14 gr. 7-8]
10. Hvað má læra um mannsálina af því sem segir í Dómarabókinni 16:30? (Biblían 1981) [w90 1.11. bls. 5 gr. 5; sp bls. 13-14]