Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í mars: Hvað kennir Biblían? Leggið sérstaka áherslu á að hefja ný biblíunámskeið. Apríl og maí: Varðturninn og Vaknið! Heimsækið aftur þá sem sýnt hafa áhuga, til dæmis þá sem voru viðstaddir minningarhátíðina eða sérræðuna, en eru ekki virkir í safnaðarstarfinu. Notið Hvað kennir Biblían? með það að markmiði að hefja biblíunámskeið. Júní: Hvað kennir Biblían? Ef húsráðandi á bókina fyrir má bjóða bækurnar Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans.
◼ Afgreiða ætti ný blöð jafnskjótt og þau berast. Boðberar geta þá kynnt sér efni þeirra áður en þeir bjóða þau í boðunarstarfinu.
◼ Minningarhátíðin verður haldin þriðjudaginn 30. mars 2010. Ef samkoma eru venjulega haldin á þriðjudögum ætti að færa hana yfir á annan dag í sömu viku. Ef margir söfnuðir nota ríkissalinn og þetta ekki mögulegt mætti fella samkomuna niður. Hægt væri að taka fyrir síðar þá dagskrárliði sem eiga sérstaklega við á safnaðarsvæðinu.