Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í apríl og maí: Varðturninn og Vaknið! Heimsækið aftur þá sem sýnt hafa áhuga, til dæmis þá sem voru viðstaddir minningarhátíðina eða sérræðuna, en eru ekki virkir í safnaðarstarfinu. Notið Hvað kennir Biblían? með það að markmiði að hefja biblíunámskeið. Júní: Hvað kennir Biblían? Ef húsráðandi á bókina fyrir má bjóða bækurnar Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Júlí: Hver sem er af eftirtöldum 32 síðna bæklingum: Andar hinna dánu — geta þeir hjálpað þér eða gert þér mein? Eru þeir til í raun og veru?, Bók fyrir alla menn, Haltu vöku þinni!, Hvað verður um okkur þegar við deyjum?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, Stjórnin sem koma mun á paradís, Þegar ástvinur deyr og Ættum við að trúa á þrenninguna?
◼ Í þeim vikum sem sérstakur mótsdagur, svæðismót eða landsmót eru haldin eiga söfnuðir ekki að hafa safnaðarbiblíunám, Boðunarskóla eða þjónustusamkomu. Dagskránni í Ríkisþjónustunni verður ekki breytt í þessum vikum þó að engin samkoma sé. Bræður og systur eru hvött til að fara yfir efnið sjálf, til dæmis í fjölskyldunáminu.
◼ Barmmerki fyrir landsmótið verða send til safnaðanna án þess að sérstaklega þurfi að panta þau. Plasthulstur þarf að panta sérstaklega fyrir þá sem óska þess.
◼ Sérræðan vorið 2010 nefnist: „Raunverulegur friður og öryggi — hvenær?“