Upprifjun á efni Boðunarskólans
Farið verður yfir eftirfarandi spurningar í Boðunarskólanum í vikunni sem hefst 27. ágúst 2011.
1. Hvernig er miskunn Guðs „mætari en lífið“? (Sálm. 63:4) [w01 1.12. bls. 11 gr. 17]
2. Hvað má læra um Davíð af 70. sálminum? [w08 15.9. bls. 4 gr. 4]
3. Við hverju er varað í Sálmi 75:6? [w06 1.8. bls. 9 gr. 2]
4. Hvenær getum við sérstaklega vænst þess að Jehóva heyri bænir okkar? (Sálm. 79:9) [w06 1.8. bls. 10 gr. 5]
5. Hvað getum við lært af Sálmi 90:7 og 8 um „leyndar syndir“? [w02 1.2. bls. 10, 11 gr. 14-16]
6. Hvaða mikla ábyrgð er gefin öldruðum í söfnuðinum eins og kemur fram í Sálmi 92:13-16? [w04 1.6. bls. 10-12 gr. 14-18]
7. Hver grundvallaði jörðina? (Sálm. 102:26) [w87 1.10. bls. 31 gr. 8]
8. Hvernig sýndu Ísraelsmenn að þeir gáfu ekki gaum að undrum Guðs? (Sálm. 106:7) [w88 1.11. bls. 8 gr. 5]
9. Hverju lofar Jehóva hinum fyrirheitna niðja eða Messíasi samkvæmt Sálmi 110:1, 4, og hvernig verður það mannkyni til blessunar? [cl bls. 194 gr. 13]
10. Hvaða áhrif hafði það á sálmaritarann að hugleiða hvernig það var honum til góðs að þjóna Jehóva? (Sálm. 116:12, 14) [w09 15.7. bls. 29 gr. 4, 5]