Fréttir af boðunarstarfinu
Starfsskýrslan í mars 2011 ber þess vitni að eignarlýður Guðs sé „kostgæfinn til góðra verka“. (Tít. 2:14) Alls tóku 339 þátt í boðunarstarfinu. Haldin voru 307 biblíunámskeið en það eru 6,2% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þar að auki var farið í 2.988 endurheimsóknir og dreift 5.672 blöðum. Það er einnig mjög hvetjandi að sjá að 707 voru viðstaddir minningarhátíðina en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr.