Hvað er mikilvægast í fari góðs kennara?
1. Hvað er mikilvægast í fari góðs kennara?
1 Hvað gerir mann að góðum biblíukennara? Veraldleg menntun? Reynsla? Meðfæddir hæfileikar? Reyndar er það sami eiginleiki og uppfyllir lögmálið og einkennir lærisveina Jesú. Þetta er eiginleikinn sem ber hæst hjá Jehóva Guði og dregur okkur að honum. (Jóh. 13:35; Gal. 5:14; 1. Jóh. 4:8) Það er kærleikur. Góðir kennarar sýna öðrum kærleika.
2. Hvers vegna er mikilvægt að við látum okkur annt um fólk?
2 Látum okkur annt um fólk: Jesús, kennarinn mikli, sýndi öðrum kærleika og það varð til þess að fólk hlustaði á hann. (Lúk. 5:12, 13; Jóh. 13:1; 15:13) Ef okkur er annt um fólk berum við sannleikanum vitni við hvert tækifæri sem gefst. Við látum ekki ofsóknir og áhugaleysi draga úr okkur kjarkinn. Við sýnum fólki, sem við prédikum fyrir, einlægan áhuga og lögum orð okkar að þörfum þess. Við notum tíma okkar fúslega bæði til að kenna fólki og einnig til að undirbúa okkur vel fyrir kennsluna.
3. Hvernig hjálpar það okkur í boðunarstarfinu að elska sannleika Biblíunnar?
3 Elskum sannleika Biblíunnar: Jesús elskaði einnig sannindin í Biblíunni og leit á þau sem gersemar. (Matt. 13:52) Ef við elskum sannleikann tölum við af eldmóði um orð Guðs og það getur vakið áhuga viðmælenda okkar. Slíkur kærleikur hjálpar okkur að einbeita okkur að mikilvægi boðskaparins í stað þess að hafa áhyggjur af okkar eigin getu í boðunarstarfinu.
4. Hvernig getum við lært að sýna öðrum meiri kærleika?
4 Vöxum í kærleika: Hvernig getum við lært að sýna fólki meiri kærleika? Með því að hugsa um hvernig Jehóva og Jesús hafa sýnt mannkyninu kærleika og hugleiða hversu fólk er almennt illa á vegi statt í andlegum málum. (Mark. 6:34; 1. Jóh. 4:10, 11) Við elskum sannleikann enn meir ef við lesum reglulega í Biblíunni og hugleiðum það sem við lærum. Kærleikur er einn af eiginleikunum sem mynda ávöxt andans. (Gal. 5:22) Við getum beðið Jehóva um að gefa okkur heilagan anda til að glæða hjá okkur kærleika til annarra. (Lúk. 11:13; 1. Jóh. 5:14) Óháð menntun okkar, reynslu í sannleikanum eða meðfæddum hæfileikum getum við orðið góðir biblíukennarar ef við glæðum kærleikann.