Fréttir af boðunarstarfinu
Starfsskýrslan í júlí sýnir framfarir á mörgum sviðum miðað við sama mánuð í fyrra. Boðberar voru 339 en það eru 3% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Fjöldi endurheimsókna er sérstaklega ánægjulegur en í júlí var farið í 2.732 endurheimsóknir sem er 17,5% fleiri en í júlí í fyrra. Einnig var dreift fleiri bókum og bæklingum, starfstímar voru fleiri sem og fjöldi biblíunámskeiða.