Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í febrúar: Lífið – varð það til við þróun eða sköpun? og Farsælt fjölskyldulíf – hver er leyndardómurinn? Mars: Hvað kennir Biblían? og Mesta mikilmenni sem lifað hefur. Apríl og maí: Varðturninn og Vaknið!
◼ Sérræðan verður flutt helgina eftir minningarhátíðina og nefnist „Er endirinn nær en þú heldur?“
◼ Þegar boðberar skipuleggja heimsókn til landa sem eru ekki talinn upp í nýjustu ársskýrslu eða eru ekki í skránni yfir heimilisföng aftast í nýjustu árbókinni er best að hafa samband við deildarskrifstofuna í Holbæk til að athuga hvaða varúðarráðstafanir þurfi að gera. Það má vera að ákveðnar hömlur hvíli á starfi okkar í því landi. (Matt. 10:16) Í sumum löndum getur verið að það sé ekki ráðlegt fyrir ferðamenn að hafa samband við söfnuði eða bræður og systur á staðnum. Þið gætuð einnig fengið leiðbeiningar um hvort viturlegt sé að vitna óformlega eða jafnvel hafa ritin okkar meðferðis. Með því að fara eftir þeim leiðbeiningum, sem þið fáið, er hægt að koma í veg fyrir óþarfa vandamál hjá ykkur og fyrir starf okkar í þessum löndum. – 1. Kor. 14:33, 40.
◼ Nú er hægt að nálgast Ríkisþjónustu okkar á grænlensku á vefsíðunni jw.org. Ef einhver þarf á henni að halda getur hann beðið einn af öldungum safnaðarins að prenta hana út.