Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í nóvember og desember: Notið eitthvert eftirtalinna smárita: Viltu vita svörin?, Líf í friðsömum nýjum heimi, Hvaða von er um látna ástvini?, Langar þig að vita meira um Biblíuna?, Þjáningar taka brátt enda eða einhver önnur smárit sem eiga við. Sýnið hvernig biblíunámskeið fer fram með hjálp bókarinnar Hvað kennir Biblían? ef fólk sýnir áhuga. Janúar og febrúar: Hver sem er af eftirtöldum 32 síðna bæklingum: Haltu vöku þinni!, Hvað verður um okkur þegar við deyjum eða Nafn Guðs sem vara mun að eilífu. Bjóðið bókina Hvað kennir Biblían? í endurheimsóknum og reynið að hefja biblíunámskeið.
◼ Þegar verið er að gera upp ríkissal að miklu leyti er óvíst að hægt sé að nota hann til að halda samkomur og samansafnanir í lengri eða skemmri tíma. Það er ekki rétt að láta bræður og systur fara á samkomur eða í samansafnanir í öðrum nærliggjandi söfnuðum á þessu tímabili. Söfnuðurinn ætti að koma saman í ríkissal í næsta nágrenni og halda áfram að skipuleggja og halda sínar eigin samkomur og samansafnanir eins og venjulega.