Fréttir af boðunarstarfinu
Skýrsla júlímánaðar ber þess vitni að Jehóva hefur blessað boðun fagnaðarerindisins um ríkið. Hér eru nokkar hvetjandi tölur sem þið hafið örugglega gaman af að sjá. Þrátt fyrir annríki vegna undirbúnings umdæmismótsins og allra gestanna frá Danmörku vörðu hinir 356 boðberar landsins nálægt 6.000 klukkustundum í boðunarstarfinu. Hátt í 7.000 blöðum var dreift og farið var í 2.600 endurheimsóknir. Þar að auki voru 250 biblíunámskeið haldin. Skýrslan sýnir glögglega að Jehóva „verkar í ykkur bæði að vilja og að framkvæma sér til velþóknunar“. – Filippíbréfið 2:13.