Upprifjun á efni Boðunarskólans
Farið verður yfir eftirfarandi spurningar í Boðunarskólanum í vikunni sem hefst 31. desember 2012. Tekið er fram í hvaða viku er fjallað um hvert atriði til að við getum lesið okkur til um það þegar við undirbúum okkur fyrir skólann.
1. Hvernig rættist spádómurinn í Jóel 2:1-10; 3:1 um innrás skordýranna? [5. nóv., w07 1.11. bls. 25 gr. 6]
2. Á hverjum rættist spádómurinn í Amosi 8:11 og hvaða spurningar ættum við að spyrja okkur þar sem við búum við andlegar allsnægtir? [12. nóv., w05 1.1. bls. 32 gr. 21, 22]
3. Hvað gæti hafa stuðlað að hroka Edómítanna og hverju megum við aldrei gleyma? (Óbad. 3, 4) [19. nóv., w07 1.11. bls. 30 gr. 1]
4. Hvers vegna snerist Jehóva hugur varðandi þá ógæfu sem hann hafði boðað Nínívemönnum? (Jónas 3:8, 10) [19. nóv., w07 1.11. bls. 30 gr. 14]
5. Hvað felur það í sér að lifa í nafni Jehóva? (Míka 4:5) [26. nóv., w08 15.10. bls. 21 gr. 3]
6. Hverjar eru,flóðgáttirnar‘ sem lokið er upp? (Nah. 2:7) [3. des., w07 1.12. bls. 21 gr. 7]
7. Hvað merkir Haggaí 1:6 og hvaða lærdóm getum við dregið af versinu? [10. des., w06 1.7. bls. 14 gr. 12-15]
8. Hvað getum við lært af ráðleggingunum í Sakaría 7:10, „hyggið ekki á ill ráð hver gegn öðrum í hjarta yðar“? [17. des., w07 1.12. bls. 28 gr. 5]
9. Hvers vegna eru orðin í Sakaría 4:6, 7 uppörvandi fyrir þjóna Jehóva á okkar dögum? [17. des., w07 1.12. bls. 28 gr. 3]
10. Hvers vegna ættum við alltaf að vera staðráðin í að vera Guði trú samanber Malakí 3:16? [31. des., w07 1.12. bls. 32 gr. 3]