Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í mars og apríl: Varðturninn og Vaknið! Maí og júní: Notið eitthvert eftirtalinna smárita: Viltu vita svörin?, Þjáningar taka brátt enda eða Langar þig að vita meira um Biblíuna?
◼ Minningarhátíðin verður haldin þriðjudaginn 26. mars 2013. Ef söfnuðurinn heldur venjulega samkomur á þriðjudegi ætti að færa hana yfir á annan dag vikunnar ef ríkissalurinn er á lausu. Ef fella þarf niður þjónustusamkomuna getur umsjónarmaður öldungaráðsins breytt dagskránni þannig að farið verði yfir það sem mestu máli skiptir fyrir söfnuðinn þennan mánuð. Söfnuðir sem fá heimsókn frá farandhirði í þessari viku ættu að færa þriðjudagssamkomuna yfir á annað kvöld vikunnar.