Fréttir af boðunarstarfinu
Það var ánægjulegt að sjá hversu margir voru tilbúnir að auka við þjónustu sína í kringum minningarhátíðina. (Sálm. 110:3) Í mars og apríl voru 20.530 aðstoðarbrautryðjendur samtals í löndunum sex sem heyra undir deildarskrifstofuna í Skandinavíu. Af skýrslu aprílmánaðar má líka sjá að mikið starf hefur verið unnið við að fylgja áhuganum á starfssvæðunum eftir. Til dæmis var farið í 278.290 endurheimsóknir og eru það 16.370 fleiri en fyrir ári síðan og þar af leiðandi 6% aukning. Við höfum líka tekið eftir að margir þiggja hjá okkur biblíunámskeið. Haldin voru 22.643 biblíunámskeið í apríl. Það voru því 1466 fleiri en í fyrra sem vildu gjarnan fá biblíukennslu.