Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í mars og apríl: Tímaritin Varðturninn og Vaknið! Maí og júní: Hvað kennir Biblían? eða eitthvert eftirtalinna smárita: Hvernig lítur þú á Biblíuna?, Hvernig heldurðu að framtíðin verði?, Hvað gerir fjölskyldulífið hamingjuríkt?, Hver stjórnar heiminum? eða Taka þjáningar einhvern tíma enda?
◼ Minningarhátíðin verður haldin mánudaginn 14. apríl 2014. Ef söfnuðurinn er venjulega með samkomu á mánudegi skal færa hana yfir á annan vikudag ef ríkissalurinn er laus. Ef það er ekki hægt og þjónustusamkoman fellur niður ætti umsjónarmaður öldungaráðs að gera breytingar svo að hægt sé að færa atriði, sem eiga sérstaklega við söfnuðinn, yfir á aðra þjónustusamkomu.
◼ Opinberi fyrirlesturinn, sem farandhirðirinn mun flytja seinni hluta þjónustuársins 2014, ber heitið: „Bjargað frá hörmungum heimsins.“