Fréttir af boðunarstarfinu
Samantekt skýrslunnar fyrir janúar 2014 sýnir enn og aftur að það er ástæða til að hrósa öllum boðberum og ekki síst hinum ötulu brautryðjendum. Brautryðjendur voru alls 3.797. Í Noregi voru 837 brautryðjendur sem er nýtt met. Brautryðjendurnir í löndunum sex fara í þriðjung allra endurheimsókna og halda þriðjung allra biblíunámskeiða. En það sýnir greinilega að þjónusta í fullu starfi hefur mikla blessun í för með sér. Boðberarnir 48.217 á svæði skandinavísku deildarinnar héldu alls 22.874 biblíunámskeið. Í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi þýðir það næstum eitt biblíunámskeið á hvern boðbera.