Fréttir af boðunarstarfinu
Frá og með ágúst 2015 verður skóli fyrir boðbera Guðsríkis starfræktur í Noregi en þar hafa kennslustofur verið innréttaðar á þýðingaskrifstofunni. Með haustinu vonumst við til að geta hafið kennsluna með námskeiðum á dönsku, norsku og sænsku. Við erum fullvissir um að skólinn muni efla boðunarstarfið á svæði deildarskrifstofunnar í Skandinavíu og verði okkar mikla ,kennara‘, Jehóva, til heiðurs. (Jes. 30:20) Við hvetjum alla sem hafa möguleika á að sækja um skólann. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð hjá ritara safnaðar ykkar.