Fréttir af boðunarstarfinu
Það var stórkostlegt að sjá 50.456 samankomna á umdæmismótinu í Stokkhólmi og 394 láta skírast úr dönsku, íslensku, norsku og sænsku deildunum. Einnig voru haldin umdæmismót á arabísku, ensku, finnsku, króatísku, pólsku og spænsku á svæðinu sem deildarskrifstofan hefur umsjón með. Samanlagt voru 55.388 viðstaddir og 438 létu skírast.
Við viljum hrósa ykkur fyrir það sem þið lögðuð á ykkur til að bjóða fólki á umdæmismótið. Meðan á átakinu stóð fékk deildarskrifstofan 120 beiðnir um biblíunámskeið á jw.org. Fjöldi boðsmiða barst deildarskrifstofunni með beiðni um að fá rit og heimsókn. Margir áhugasamir sóttu mótið í Stokkhólmi. Einn þeirra ferðaðist meira en 1.500 kílómetra til að koma á mótið og ein 89 ára gömul kona lagði á sig 500 kílómetra ferðalag og var viðstödd alla dagskrána. Átakið var greinilega áhrifaríkt þó svo að vegalengdin til mótsstaðarins væri löng fyrir marga.