LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Geturðu útskýrt trú þína?
Hvað myndirðu segja ef einhver spyrði þig hvers vegna þú trúir á sköpun? Til að svara af sannfæringu verðurðu að gera tvennt: Fyrst þarftu að sanna fyrir sjálfum þér að lífið hafi verið skapað. (Róm 12:1, 2) Síðan þarftu að íhuga hvernig þú getur útskýrt trú þína fyrir öðrum. – Okv 15:28.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIN BÆKLUNARLÆKNIR SKÝRIR FRÁ TRÚ SINNI OG DÝRAFRÆÐINGUR SKÝRIR FRÁ TRÚ SINNI TIL AÐ SJÁ HVERS VEGNA AÐRIR TRÚA Á SKÖPUN OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvers vegna trúir Irène Hof Laurenceau á sköpun frekar en þróun?
Hvers vegna trúir Yaroslav Dovhanych á sköpun frekar en þróun?
Hvernig myndirðu útskýra fyrir öðrum hvers vegna þú trúir á sköpun?
Hvaða efni hefur söfnuður Jehóva gert aðgengilegt á þínu tungumáli til að hjálpa þér að sanna fyrir sjálfum þér og öðrum að Guð skapaði alla hluti?