FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 3. MÓSEBÓK 8–9
Merki um blessun Jehóva
Eldur frá Jehóva brenndi upp til agna fyrstu brennifórn nýju prestastéttarinnar af ætt Arons. Það sýndi að Jehóva studdi þetta fyrirkomulag og hafði velþóknun á því. Hann hvatti þannig Ísraelsþjóðina til að veita prestunum fullan stuðning. Jehóva hefur skipað Jesú Krist til að vera hinn meiri æðstiprestur. (Heb 9:11, 12) Árið 1919 útnefndi Jesús lítinn hóp andasmurðra bræðra sem er kallaður „hinn trúi og skynsami þjónn“. (Mt 24:45) Hvaða sönnun sjáum við fyrir því að Guð hefur velþóknun á trúa og skynsama þjóninum og styður hann og blessar?
Þrátt fyrir vægðarlausar ofsóknir hefur trúi og skynsami þjónninn haldið áfram að sjá fyrir andlegri fæðu.
Eins og spáð var er fagnaðarboðskapurinn boðaður „um alla jörðina“. – Mt 24:14.
Hvernig getum við veitt trúa og skynsama þjóninum fullan stuðning?