LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Þrjár leiðir til að reiða sig á Jehóva
Davíð sigraði Golíat vegna þess að hann treysti Jehóva. (1Sa 17:45) Jehóva vill sýna mátt sinn og koma öllum þjónum sínum til hjálpar. (2Kr 16:9) Hvernig getum við reitt okkur á stuðning Jehóva í stað þess að treysta á eigin reynslu og hæfileika? Hér eru þrjár leiðir:
Biðjum oft. Biðjum ekki bara um fyrirgefningu þegar okkur hefur orðið á, biðjum líka um styrk þegar við stöndum frammi fyrir freistingum. (Mt 6:12, 13) Biðjum Jehóva ekki bara að blessa ákvarðanir sem hafa þegar verið teknar, biðjum hann líka um leiðsögn og visku áður en ákvarðanir eru teknar. – Jak 1:5.
Höfum fyrir venju að lesa í Biblíunni og hugleiða efnið gaumgæfilega. Lesum í Biblíunni á hverjum degi. (Sl 1:2) Veltum frásögum Biblíunnar fyrir okkur og förum eftir því sem við lærum. (Jak 1:23–25) Undirbúum okkur fyrir boðunina í stað þess að styðjast bara við það sem við erum vön að segja. Höfum fullt gagn af safnaðarsamkomum með því að kynna okkur efnið fyrirfram.
Vinnum með söfnuði Jehóva. Fylgjumst vel með nýjustu leiðbeiningunum frá söfnuðinum og förum strax eftir þeim. (4Mó 9:17) Hlustum á öldunganna þegar þeir gefa fyrirmæli og leiðbeiningar. – Heb 13:17.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ ENGIN ÁSTÆÐA TIL AÐ ÓTTAST OFSÓKNIR OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
• Hvað óttuðust trúsystkini okkar?
• Hvað hjálpaði þeim að takast á við óttann?