LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Leitar þú að svörum við bænum þínum?
Í Biblíunni eru fjölmörg dæmi um bænir sem Jehóva hefur svarað. Vafalaust hefur það styrkt trúa þjóna Jehóva að sjá að hann hlustaði á hvern og einn tjá áhyggjur sínar og hjálpaði þeim. Þess vegna er gott að vera markviss í einkabænum okkar og reyna síðan að gera sér grein fyrir því hvernig Jehóva svarar þeim. Hafðu í huga að hann bænheyrir okkur kannski á annan hátt eða jafnvel umfram það sem við báðum um. (2Kor 12:7–9; Ef 3:20) Hvernig svar gætum við fengið frá Jehóva við bænum okkar?
Líkamlegan, tilfinningalegan eða andlegan styrk til að takast á við vandamál. – Fil 4:13.
Visku til að taka góða ákvörðun. – Jak 1:5.
Vilja og kraft til að framkvæma. – Fil 2:13.
Innri frið þegar við erum áhyggjufull. – Fil 4:6, 7.
Aðstoð, hvatningu og huggun frá öðru fólki. – 1Jó 3:17, 18.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ JEHÓVA „HEYRIR BÆNIR“ OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvernig getur frásaga bróður Shimizus uppörfað okkur ef slæm heilsa setur okkur skorður?
Hvernig getum við fylgt fordæmi bróður Shimizus?