panitan/stock.adobe.com
Jesús mun binda enda á fátækt
Meðan Jesús var á jörðinni sýndi hann að hann elskaði fólk heitt, og honum var sérstaklega annt um fátæka og þjáða. (Matteus 9:36) Hann fórnaði meira að segja lífi sínu í þágu annarra. (Matteus 20:28; Jóhannes 15:13) Innan skamms sýnir hann aftur kærleika sinn í garð fólks þegar hann notar vald sitt sem konungur Guðsríkis til að binda enda á fátækt um allan heim.
Biblían lýsir á ljóðrænan hátt því sem Jesús á eftir að gera:
„Megi hann verja hina bágstöddu meðal þjóðarinnar, bjarga börnum fátækra og kremja kúgarann.“ – Sálmur 72:4.
Hvernig getum við sýnt að við séum þakklát fyrir allt sem Jesús hefur gert og ætlar að gera fyrir okkur? Ein leið til þess er að fræðast meira um „fagnaðarboðskapinn um ríki Guðs“, en það er boðskapurinn sem Jesús flutti. (Lúkas 4:43) Lestu greinina „Hvað er Guðsríki?“