Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g86 8.1. bls. 26-27
  • Er ekki nóg „að vera góður maður“?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Er ekki nóg „að vera góður maður“?
  • Vaknið! – 1986
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvað er átt við með „að vera góður maður“?
  • Hvernig verða má betri en bara góður
  • Þjónum Jehóva án truflunar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Ráðleggingar til Mörtu og leiðbeiningar um bænina
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Upprisuvonin
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • „Ég veit að hann rís upp“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
Sjá meira
Vaknið! – 1986
g86 8.1. bls. 26-27

Er ekki nóg „að vera góður maður“?

HVERSU heimurinn yrði dásamlegur ef allir núlifandi menn væru í raun og veru góðir! Enginn, óháð kyni eða aldri, þyrfti að óttast það að vera rændur, nauðgað eða misþyrmt. Fangelsi yrðu úr sögunni, og hvorki væri að finna lögreglumenn né hermenn. Já, hve dásamlegur heimur það væri!

Því er ekki að neita að við núverandi ástand mála virðist ekkert raunsæi í því að vonast eftir slíkum heimi. Samt sem áður er það fólk lofsvert sem kappkostar að lifa heiðvirðu lífi. Viðleitni þess kann að virðast árangurslítil í þá átt að skapa betri heim, en að minnsta kosti verður framlag þess ekki til að hann versni.

En er nóg „að vera góður maður“? Ef til vill myndi það gera vinum og nágrönnum okkar til geðs, en er það nógu gott til að þóknast skapara okkar? Fólki, sem áfjátt er í að öðlast velþóknun Guðs, þætti vænt um að vita það.

Hvað er átt við með „að vera góður maður“?

„Hann er gott barn“ þýðir oft varla meir en að hann sé ekki vondur, það er að segja ekki þekktur fyrir slæma hegðun. En þegar það er notað í trúarlegum skilningi þyrfti það að vera góður að fela meira í sér. Hvers vegna?

Án nokkurs vafa eru margir trúleysingjar, efasemdamenn og ótrúræknir menn siðferðilega góðir. Þeir eru ekki þekktir fyrir að aðhafast neitt rangt. En er slík góðmennska þá nægjanleg til að þóknast skaparanum sem þessir sömu menn hafna, véfengja eða viljandi hafa að engu? Augljóslega ekki.

Nákvæm þekking er þess vegna nauðsynleg á því sem Guð álítur gott, til þess að við leitumst ekki við „að koma til vegar eigin réttlæti“ af því að við ‚þekkjum ekki réttlæti Guðs.‘ (Rómverjabréfið 10:1-3) Það væru mistök, því að mannlegur mælikvarði á réttlæti — það sem við álítum gott — nær alls ekki mælikvarða Guðs.

Á meðan sonur Guðs, Jesús Kristur, þjónaði hér á jörð gaf hann til kynna hvernig þessi mælikvarði Guðs á ‚að vera góður‘ væri. Ríkur ungur maður spurði hann: „Hvað gott á ég að gjöra til þess að öðlast eilit líf?“ Þessi frásögn um samtal þeirra er mjög upplýsandi. Við lesum: „‚Þá haltu boðorðin.‘ Hann spurði ‚Hver?‘ Jesús sagði: ‚Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, heiðra föður þinn og móður, og þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.‘ Þá sagði ungi maðurinn: ‚Alls þessa hef ég gætt. Hvers er mér enn vant?‘ Jesús sagði við hann: ‚Ef þú vilt vera fullkominn, skaltu fara, selja eigur þínar og gefa fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himnum. Kom síðan, og fylg mér.‘ Þegar ungi maðurinn heyrði þessi orð, fór hann brott hryggur, enda átti hann miklar eignir.“ — Matteus 19:16-22.

Myndir þú ekki álíta þennan mann góðan, sérstaklega í ljósi þeirrar linku sem gætir nú til dags í siðferðilegri og félagslegri hegðun? Hann hafði ekki framið morð, ekki drýgt hór, aldrei stolið, aldrei borið ljúgvitni, aldrei brugðist í því að heiðra föður sinn og móður eða elska náunga sinn eins og sjálfan sig.

En Jesús gaf til kynna að þetta góða, sem maðurinn gerði, væri ekki nógu gott. Eitthvað vantaði enn þá, eitthvað sem kom í veg fyrir að þetta góða yrði fullkomið eða algert. Hvað? Óeigingjarnan kærleika til Guðs sem myndi hvetja hann til að verða fylgjandi Krists. Óeigingjarnan kærleika sem myndi einnig fá hann til að taka virkan þátt í prédikun Guðsríkis, því starfi sem Jesús kenndi fylgjendum sínum að gera. Þar eð Ritningin segir að þessi maður hafi átt „miklar eignir“ er ekki ólíklegt að þær hafi tekið mikið af tíma hans. Með því að fylgja hinu hagnýta ráði Jesú að losa sig við þessar efnislegu eigur, deila þeim út til fátækra, hefði hann sett efnislega hagsmuni skör lægra en þá andlegu. Þetta hefði gert honum honum kleift að halda áfram að ‚leita fyrst ríkis Guðs‘ með mun færra til að trufla sig í þeirri viðleitni. — Matteus 6:33.

Að vera góður í augum Guðs þýðir þannig meira en einungis að forðast að aðhafast illt. Það þýðir að gera gott á virkan hátt með því að vera fylgjandi Krists. Í því felst að ‚bera vitni um sannleikann‘ um Guð og tilgang hans, ‚opinbera nafn hans‘ öðrum og kappsamlega verja hann þótt staðið sé frammi fyrir fölskum ákærum og lygum, alveg á sama hátt og Jesús gerði. (Jóhannes 17:4, 6; 18:37) Það þýðir líka að ‚vera hjálpsamur,‘ ‚deila hlutum með öðrum.‘ — Hebreabréfið 13:15, 16, NW.

Hvernig verða má betri en bara góður

Þar eð það að vera góður er ekki nógu gott, hvað þarf þá að gera til að verða betri? Lúkas 10:38-42 gefur okkur vísbendingu. Þar segir: „Kona að nafni Marta bauð honum [Jesú] heim. Hún átti systur, er María hét, og settist hún við fætur Drottins og hlýddi á orð hans. En Marta lagði allan hug á að veita sem mesta þjónustu. Og hún gekk til hans og mælti: ‚Herra, hirðir þú eigi um það, að systir mín lætur mig eina um að þjóna gestum? Seg þú henni að hjálpa mér.‘ En Drottinn svaraði henni: ‚Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu, en eitt er nauðsynlegt. María valdi góða hlutskiptið. Það verður ekki frá henni tekið.‘“

Hvað sýnir þetta samtal? Þótt hrósunarvert væri að annast Jesú á líkamlega vísu var jafnvel enn lofsverðara að hlusta á kenningar hans og þar með sýna rétt mat á andlegum málefnum. Það sem Marta gerði var gott. En á þessari stundu var það ekki nógu gott. Það sem María gerði var þess vegna betra.

Í fjallræðu sinni ítrekaði Jesús einnig þessa áherslu á andleg verðmæti í samanburði við líkamleg eða efnisleg verðmæti. Hann sagði: „Sælir eru þeir sem eru sér meðvitandi um andlega þörf sína, því að þeirra er himnaríki.“ — Matteus 5:3, NW.

Þekkirðu eitthvað af góðu fólki, sem þrátt fyrir að vera gott er ekki sérlega „meðvitandi um andlega þörf sína“? Það getur verið. Raunar gætir þú jafnvel gert þér ljóst að þú sjálfur sért í þessum hópi. Ef svo er væri viturlegt af þér að gera átak í því að læra um mælikvarða Guðs á það hvað gott er, með því að beina athygli þinni að andlegum efnum.

Gerir þú það gæti það orðið hlutskipti þitt að lifa það að sjá hina nýja skipan Guðs sem brátt verður komið á um alla jörðina. Þar mun enginn þurfa að eiga það á hættu að vera rændur eða hræðast nauðgun eða misþyrmingu. Þar munu ekki framar finnast fangelsi og ekki heldur lögreglumenn eða hermenn — því að þeir munu hafa snúið sér að störfum sem veita meiri lífsfyllingu.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila