Ríkisskóli New Yorkborgar fyrir kynvillta
‚FYRSTI ríkisskóli í Bandaríkjunum fyrir kynvillta,‘ sagði í The New York Times þann 6. júní 1985. Kennsla hófst í apríl á síðasta ári í kirkju í Greenwich Village með tuttugu innritaða nemendur — fjórtán pilta og sex stúlkur — allt kynvillingar. Á námsskrá er meðal annars efni sem er sérlega áhugavert fyrir kynvillta og er ætlað að kenna nemendum „að vera laus við óþægindi vegna kynhvarfa sinna.“ Fred Goldhaber, kennari við skólann og kynvilltur sjálfur, sagði: „Við vildum skapa umhverfi þar sem kynhverfir krakkar yrðu ekki skotspónn óþroskaðra táninga.“
Þessi skóli hjálpar þeim kannski „að vera laus við óþægindi vegna kynhvarfa sinna,“ en orð Guðs segir að „kynvillingar — munu engan hlut eiga í ríki Guðs.“ Þessi skóli er enn eitt merki þess siðferðishruns sem sagt var fyrir um að verða myndi á hinum síðustu dögum. — 1. Korintubréf 6:9, 10, Lifandi orð; 2. Tímóteusarbréf 3:1-5.