Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g86 8.4. bls. 3-15
  • Tæknin – þræll eða húsbóndi?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tæknin – þræll eða húsbóndi?
  • Vaknið! – 1986
  • Svipað efni
  • Tæknin – áhrif hennar á okkur
    Vaknið! – 1986
  • Kynning
    Vaknið! – 2021
  • Í þessu tölublaði
    Vaknið! – 2021
  • Hvernig getum við nýtt okkur tæknina af skynsemi?
    Góð ráð handa fjölskyldunni
Sjá meira
Vaknið! – 1986
g86 8.4. bls. 3-15

Tæknin – þræll eða húsbóndi?

MYNDIN sýnir móður með breitt bros á andlitinu í innilegum faðmlögum við litla dóttur sína. Hún gæti allt eins verið hvaða móðir sem er nýkomin heim úr vinnu, en textinn með þessari mynd, sem birtist á forsíðu fréttablaðs hljóðar svo: „Dr. Anna L. Fisher, nýkomin úr geimferð, faðmar dóttur sína, Kristínu.“ Hún var nýkomin úr átta daga geimferð með geimferju þar sem meðal annars hafði verið bjargað og fluttir til jarðar tveir gervihnettir á rangri braut.

Á sömu síðu dagblaðsins voru sagðar nýjustu fréttir af sögufrægri hjartaígræðslu. Enda þótt litla stúlkan, sem hjartað var grætt í, hefði dáið eftir að hafa barist fyrir lífi sínu í 21 dag, „sagði læknirinn hennar í dag að aðgerðin, þegar grætt var í hana hjarta úr bavíana, hefði orðið vísindunum til framdráttar og myndi einn góðan veðurdag bjarga milljónum barna frá dauða.“

Ekki er nema hálf öld síðan tækninýjungar af þessu tagi voru einungis til í vísindaskáldsögum. Núna finnst hins vegar fæstum þær vera lítið merkilegri en kannski að vinur komi heim úr ferðalagi til útlanda eða fari á spítala til að láta taka úr sér hálskirtla.

Svo er komið að margir halda að vísindum og tækni okkar tíma sé ekkert um megn. „Hinn óhemju mikli, áþreifanlegi árangur [tækni og vísinda] . . . hefur valdið því að allt sem gert er í nafni vísinda og tækni er skoðað sem heilög kyr,“ segir John Gibbons sem er sérfræðingur í fræðslumálum á sviði vísinda. Orð Ronalds Reagans bandaríkjaforseta, sem hann lét falla í ávarpi árið 1983, endurspeglar vel slíka bjartsýni: „Jafn örugglega og brautryðjendaandi Ameríku gerði okkur að iðnrisa 20. aldarinnar, er þessi sami brautryðjendaandi núna að opna okkur nýtt svið ótæmandi tækifæra — svið hátækni iðnaðar.

En ekki eru allir jafn ákafir. Til dæmis sagði Mary Eleanor Clark, prófessor í vísindum, í viðtali: „Í Bandaríkjunum og öðrum háþróuðum menningarríkjum er tiltrú á tæknina orðin að guðstrú. Við erum farin að halda okkur svo snjalla á sviði tækninnar að við getum alltaf staðið af okkur hvaða kreppu sem er. Sumir eru meira að segja næstum svartsýnir. Einn sem um þetta mál skrifaði hafði eftir tölvuvísindamanninum Jack Vallee að ‚hátækni hafi öðlast sinn eigin skriðþunga og stjórni þjóðfélaginu í jafnmiklum mæli og þjóðfélagið stjórnar tækninni.‘

Bíður tæknin í raun og sannleika upp á ný tækifæri? Er tæknin leiðin til að leysa vandamál okkar, eða hefur hún haft slík áhrif á hugsun okkar og lífshætti að hún sé í þann mund að verða húsbóndi okkar en ekki þjónn?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila