Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g86 8.4. bls. 32
  • Betri heilsa í glasi af vatni!

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Betri heilsa í glasi af vatni!
  • Vaknið! – 1986
  • Svipað efni
  • Lífsvökvinn dýrmæti — vatnið
    Vaknið! – 2003
  • Nóg er til af vatninu . . .
    Vaknið! – 1987
  • Ferskvatnið
    Vaknið! – 2023
  • Hvað segir Biblían um vatnsskortinn í heiminum?
    Fleiri viðfangsefni
Sjá meira
Vaknið! – 1986
g86 8.4. bls. 32

Betri heilsa í glasi af vatni!

ÞAÐ ER þarna í eldhúskrananum. Það er nóg til af því. Það er ódýrt og getur bætt heilsu þína. Það er eitt af þýðingarmestu næringarefnum líkamans. Það er vatn — hreint, tært vatn. Þó vill jafnvel fólki, sem hugsar mikið um heilsuna, gleymast jafnsjálfsagður og einfaldur hlutur og að drekka meira vatn.

Vissir þú að líkaminn er um 70 af hundraði vatn miðað við þyngd? Það er því ekki vandséð hvers vegna við purfum að drekka mikið vatn til að líkaminn starfi vel og sé heilbrigður.

Að sjálfsögðu vinna nýrun stórkostlegt starf. Þau eru búin síum í milljónatali sem sía óhreinindi úr blóðinu og skila hreinsuðum vökva aftur út í blóðrásina. Ætlað hefur verið að við þyrftum að drekka yfir 200 lítra af vatni á dag ef hreinsibúnaður nýrnanna væri ekki fyrir hendi.

En jafnvel þótt nýrun séu heilbrigð og starfi eins og best verður á kosið gengur stöðugt á birgðir líkamans af hreinu vatni svo að bæta þarf við nýju. Ef nægan vökva skortir til að skola burt úrgangsefnum, sem myndast við efnaskipti í frumum líkamans, geta þær hægt og hægt eitrað fyrir sjálfum sér með eigin úrgangsefnum.

Til allrar hamingju fáum við verulegan hluta þess vatns, sem við þörfnumst, með matnum sem við borðum, því að margar fæðutegundir eru að stórum hundraðshluta vatn. Tökum hænuegg sem dæmi. Þér er kannski ekki ljóst að 74% af því er vatn. Kjötsneið er vatn að 73 hundraðshlutum, og vatnsmelóna er vatn að heilum 92 hundraðshlutum. Þrátt fyrir það myndu flest okkar hafa gott af því að drekka meira vatn en við gerum.

Í blaðinu Weekend Australian skrifar Michael Boddy um reynslu fjallgöngumanna, til stuðnings þeirri fullyrðingu að óhófleg þreyta geti stafað af því að eitruð úrgangsefni safnist fyrir í líkamsfrumunum. Hann segir: „Svissneskum fjallgöngumönnum mistókst að sigra Mount Everest vegna þess að þá skorti vatn, og það var vatn sem olli því að breskum leiðangri undir forystu Sir Edmunds Hillarys tókst það — þeir voru látnir drekka tólf bolla [um 2,8 l] af vatni á dag meðan þeir voru að klífa fjallið.“

Hann segir einnig frá tilraun sem gerð var við Harvard-háskóla sem ber líka vitni um gildi þess að drekka vatn. Litlum hópi íþróttamanna voru gefin fyrirmæli um að drekka alls ekkert vatn og ganga síðan rösklega með fimm kílómetra hraða miðað við klukkustund. Þeir héldu út í um það bil þrjár og hálfa klukkustund. Þá rauk líkamshiti þeirra skyndilega upp í 39 gráður C. Skömmu síðar voru þeir algerlega uppgefnir.

Annar hópur var látinn fara eins að en leyft að drekka ótakmarkað magn af vatni hvenær sem þorsta varð vart. Þessi hópur hélt út í um það bil 6 stundir, en þá fór nákvæmlega eins fyrir honum og fyrri hópnum.

Þá var þriðji hópurinn prófaður. En þessi hópur var undir nákvæmnu eftirliti, og í ljós kom að þeir sem i honum voru töpuðu um það bil einum lítra af vatni á klukkustund. Þeim var gefið jafnmikið vatn að drekka og þeir töpuðu, og enginn í þessum hópi örmagnaðist eða varð fyrir því að líkamshiti hækkaði skyndilega. Þeir sögðust allir geta haldið áfram að ganga nánast ótakmarkað. Af þessu virðist mega ætla að þorsti sé ekki nákvæmur mælikvarði á vatnsþörf líkamans. Við þurfum meira vatn en þorstinn segir til um.

Vera má að við gætum öll bætt heilsuna með því að drekka meira af köldu, hressandi vatni sem er Guðs gjöf.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila