Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g86 8.10. bls. 21
  • Hinir dularfullu geðsjúkdómar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hinir dularfullu geðsjúkdómar
  • Vaknið! – 1986
  • Svipað efni
  • Það sem þú ættir að vita um geðraskanir
    Vaknið! – 2015
  • Er hægt að lækna geðsjúkdóma?
    Vaknið! – 1986
  • Geðraskanir – vandi um allan heim
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2023
  • Þegar ástvinur á við geðræn vandamál að stríða
    Vaknið! – 2004
Sjá meira
Vaknið! – 1986
g86 8.10. bls. 21

Hinir dularfullu geðsjúkdómar

Irene hefur ekki minnstu hugmynd um hvað fór úrskeiðis. „Ég var þrítug,“ segir hún, „útivinnandi, tveggja barna móðir. Ég átti við einhver vandamál að glíma, en ekkert óvenjuleg,“ það er að segja þangað til fyrstu merki sjúkleika hennar gerðu vart við sig.

„Dag einn gekk ég að bláókunnugri konu og stóð á því fastar en fótunum að hún væri látin systir mín. Ég var sannfærð um að hún væri lík systur minni í útliti og tali. Þetta var fyrsta frávik mitt frá veruleikanum.

Nokkru síðar var ég á heimleið fótgangandi frá snyrtivöruversluninni þegar ég fór skyndilega að gráta. Ég bara vissi að maðurinn minn var búinn að yfirgefa mig og hafði tekið börnin með sér! En þegar ég kom heim voru þau öll þar. Maðurinn minn sá strax að eitthvað var að og fór með mig heim til einnar af systrum mínum. Ég var hins vegar viss um að hann vildi drepa mig! Maðurinn minn ákvað að láta leggja mig inn á spítala.“

Þannig hófst hin langa þrautarganga Irene með spítalalegu, sálgreiningu, lostmeðferð og lyfjameðferð — í leit að lækningu á leyndardómsfullum sjúkdómi sem hafði umturnað lífi hennar.

GEÐSJÚKDÓMAR valda mannkyni ólýsanlegum þjáningum. Bandaríska geðheilbrigðisstofnunin heldur því fram að um það bil einn af hverjum fimm fullvaxta Bandaríkjamönnum eigi við geðræn vandamál að stríða. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO 1975a) áætlar að í þróunarlöndunum séu um 40 milljónir geðsjúkra sem enga meðferð hafa fengið, og að ef til vill 200 milljónir séu haldnar geðtruflun á lægra stigi.“ — Third World Challenge to Psychiatry.

En þjáningarnar samfara geðsjúkdómum verða ekki mældar í tölum einum saman. „Getur þú ímyndað þér hvernig tilfinning það er,“ spyr móðir geðsjúks manns, „að sitja á læknastofu með syni, sem mestan hluta ævinnar gaf af sjálfum sér í þágu annarra, vitandi að hann er ekki lengur sama persónan?“ Geðveiki hefur auk þess oft yfir sér smánarblæ sem lýsir sér gjarnan í máli manna (klikkaður, brjálaður, geggjaður). Vinir og ættingjar hafa oft litlu meiri skilning á henni en var á miðöldum — þegar sagt var að geðsjúkir væru ‚á valdi djöfulsins.‘

Þó er farið að draga úr þeim dularblæ sem geðsjúkdómar hafa verið hjúpaðir. Stigin hafa verið tímamótaskref til nýs og betri skilnings á þessum sjúkdómum. Meðferð af nýju tagi hefur nú gert fjölda geðsjúkra — eins og Irene — fært að lifa eðlilegu lífi. Greinarnar á eftir beina athyglinni að þessum gleðilegu framförum og þeirri von, sem Irene ber í brjósti, um varanlega lækningu í náinni framtíð.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila